... jólaþunglyndið, en bara ekki allar birtingarmyndirnar. Auðvitað er það einstaklingsbundið hvernig þunglyndi kemur fram hjá fólki, hvort sem það tengist jólum, einhverju öðru eða bara alls ekki neinu sérstöku. Ég ætla ekkert að segja ykkur frá þunglyndistímabilunum mínum, þau eru liðin og koma vonandi ekkert aftur. En það sem ég er aðeins að pæla í er, hvernig sumt fólk tekst á við eða kannski bara, tekst alls ekkert á við jólaþunglyndið sitt...... Ég veit um tilfelli þar sem fólk skreytir alls ekki neitt og tekur ekki þátt í neinu og er ekkert að reyna að leyna því að líðanin er ömurleg, en ég þekki það líka að fólk ofskreytir og virðist vera alveg uppi í sautjánda himni yfir jólunum og reynir að láta eins og þunglyndi sé ekki til. Svo er þessi skrítna birtingarmynd, sem ég á einna erfiðast með að skilja, það er fólkið sem lætur sig hafa það að taka þátt í öllu stússinu en lætur samt, bara rétt sisvona í leiðinni, engin tækifæri ganga sér úr greipum, til að kvarta og setja útá og vera með hin ýmsustu leiðindi, út í alltsaman blessað hafaríið. Það skil ég ekki en ég skil líka ekki allt, sem betur fer..... Ég var að breiða út laufabrauð í vinnuhúsi í gærmorgun og það var mjög skemmtileg tilbreyting frá öllum skápaþrifum og gluggapússningum. Púkinn vill ekki "gluggapússningar" en hann stingur upp á "gluggapissingum" í staðinn, þetta er algjör púki
Ég set inn myndir af rauðasta eldhúsglugganum á eftir, ég á sko krúttlegasta rauða eldhúsið ! Gangið kát og hress inn í góðan dag


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í skammdeginu eru það einmitt jólaljósin sem gleðja og allt það sem tilheyrir blessuðum jólunum. Ég þekki allavega ekki annað en gleðileg jól þótt ég hafi verið einn á þeim en hef þó heyrt af mörgum sem upplifa þau sem hina mestu skelfingu hvað sem veldur þeim tilfinningum.
Rúðupissing er soldið skondið dæmi og spurning hvort rúðupissingamenn kæmust upp með þennan dónaskap.
Júdas, 4.12.2007 kl. 18:34
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.12.2007 kl. 20:20
Þegar ég er í fúlu skapi skreiti ég andrúmsloftið með skætingi
.... og þegar ég er í góðu skapi skreiti ég loftið með sætingi líka.
enda er ég HERRA SKÆTINGUR.
Brynjar Jóhannsson, 4.12.2007 kl. 22:23
Hmmm
Birna Dúadóttir, 4.12.2007 kl. 23:16
Jónína Dúadóttir, 5.12.2007 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.