Alltaf batnar það..... :-(

Nú hefur tíundi lífeyrissjóðurinn gefið það út að hann ætli að lækka bætur til öryrkja, eftir áramótin.  Og þessi lífeyrissjóður er hérna á mínu kæra norðurlandi, svo að ég sé sæng mína útbreidda ef eitthvað skildi nú koma fyrir mig, þannig að ég neyddist til að hætta að vinna.... Að vísu kom þarna skýring á þessum lækkunum : það eru svo allt of margir öryrkjar, miklu fleiri en búist var við.... Nú, af hverju er það ? Ég þekki prívat og persónulega fólk á örorkubótum, sem hefur alls ekkert þar að gera, gerir allt sem það langar til og leggur ýmislegt á sig í svartri vinnu, en þegar kemur að því að vinna á almennum vinnumarkaði og borga skatta og skyldur, þá verður það allt í einu gjörsamlega óvinnufært. Lið sem nokkurnveginn argar sig inn á örorkubætur ! Þetta er opinbert leyndarmál og virðist ekki vera svo gott við þessu að gera. Það er þetta fólk sem gerir það að verkum að hinir, sem eru öryrkjar í alvöru, af því að þeir hreinlega neyðast til þess og geta alls ekki unnið, fá lækkaðar bæturnar sínar hvað eftir annað. Ég held þessu fram eins staðfastlega og ég heiti Jónína ! Og einhvernvegin er það líka svo, að gremjulega oft eru það "platöryrkjarnir" sem hafa miklu meiri burði til að krefjast "réttar" síns af kerfinu en hinir, sem eru þá í allskonar þannig ástandi eftir veikindi eða slys, að þeir kannski ráða ekki við það og/eða hafa ekki heilsu til þess að berjast í því og það standa líka fáir eða engir með þeim. Það þarf nefnilega sterk bein og heilbrigðan heila og heljar mikið magn að ósvífni og óheiðarleika, til að berjast við kerfið og þá þýðir sko ekkert að vera alvöru öryrki ! Gangið svo eins heilbrigð og hægt er inn í góðan dag, ég ætla að fara að ryksugaPinch    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það eru þeir sem ljúga sig inn á þetta kerfi sem eru að eyðileggja fyrir hinum.Konan með kragann,tekur hann svo af sér þegar hún fer að vinna svart í bakaríinu,frá kl átta til átján þrjátíu.'Eg þekki hana og fleiri sem stunda þetta.Hyski,pakk og lýður.

Birna Dúadóttir, 5.12.2007 kl. 19:07

2 Smámynd: Júdas

Þetta er óþolandi með öllu og kerfið meingallað.

Júdas, 5.12.2007 kl. 19:51

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er víst hlutfallslega mest fjölgun á öryrkjum á Suðurnesjum,hef ég heyrt.Einhver útskýrði það þannig ,að það væri svo mikill læknaskortur hérna að þeir hefðu hreinlega ekki tíma til að tala við sjúklingana.Færibandavinna.Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Birna Dúadóttir, 5.12.2007 kl. 20:26

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Góða kvöldið elsku frænka

Jóhanna Pálmadóttir, 5.12.2007 kl. 22:14

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

PS: Æðislega fallegur eldhúsglugginn þinn!!!  Að utan er hann bara eins og jólakort með öllum þessum snjó!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 5.12.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband