Koma svo :-)

Stjörnuspáin mín í Mogganum í dag segir að ég sé fín í mannlegum samskiptum, sem ég vissi nú fyrir og að einhver uppljóstri því að hann sé skotinn í mér ! Og.... ? Koma svo.... ! Enginn ? Skil ekkert í þessu, ekki lýgur Mogginn eða hvað.... ? Einu sinni átti ég föðurömmu á lífi, sem er nú líklega ekkert í frásögur færandi, en hún var orðin ævagömul þegar hún tók upp á því að klifra upp á eldhúsborðið hjá sér til að skipta um peru í ljósi yfir borðinu. Það var eins og við manninn mælt, háöldruð konan sem var auðvitað löngu búin að missa bæði stóla og stigaleyfið, datt ofan af borðinu og lærbrotnaði. Það þurfti að gera aðgerð á lærinu svo gamla konan var svæfð, en hún vaknaði aldrei aftur.... blessuð sé minning hennar. Nokkrum árum seinna þegar dóttir mín var rétt um fimm ára, þá spurði hún mig hvernig þessi langamma hennar hefði dáið. Ég var eitthvað að brasa og var eins og stundum, eitthvað utan við mig, en byrjaði að útskýra fyrir barninu: "Sko hún var svæfð......."  en svo missti ég víst þráðinn og það kom ekkert meira. Stuttu seinna kemur pabbi hennar skellihlæjandi innan úr stofu og spyr mig, hvað ég hafi eiginlega verið að segja blessuðu barninu. Hún kom til hans, svona agalega áhyggjufull á svipinn og sagði honum að nú yrðu þau sko aldeilis að passa ömmurnar og afana í sveitinni ofsalega vel, svo að þeim yrði nú ekki líka lógað, eins og henni langömmu á Akureyri. Sú stutta hafði nefnilega fyrr um daginn, verið með pabba sínum í sveitinni hjá afa og ömmu og það þurfti að lóga ketti eða hundi, man ekki hvort og henni var sagt að dýrið hefði verið svæft ! Það snjóar hérna núna í logni, jólalegt ! Gangið glöð inn í góðan dag, með umburðarlyndið og náungakærleikann í hrúgumSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Erna Evudóttir, 6.12.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hún var svæfð,ég fékk kast.

Birna Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 07:49

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Þetta er nánast eins og konan mín, hún Helga hefði verið að svara þessu... þ.e þetta með svæfinguna. Hefur náð lagi með það að heyra ekkert of mikið í krökkunum þegar það hentar henni, enda 5 barna móðir. Reyndar er hún meira svona í nýyrðasmíð og afar skemmtilegum mismælum eins og " nú... ég veit ekki betur en já sé sama og samþykki" og þegar ég spurði hana einhverju sinni um bæjarnafn eitt hér á Suðurlandinu og hverju það tengdist svaraði sú stutta " Þetta tengist einhverri dys... það fannst þarna fullt af dauðum mannabeinum  þegar var verið að grafa fyrir húsunum...." Og eftir jarðskjálftana um daginn var hún að taala um að það væri örugglega gos í aðsigi... og hvar heldur þú að muni gjósa spurðui þá einn viðstaddur... "Nú það er allt fullt af gömlum goskvígum hérna úti um allt" svaraði þá búfræðingurinn minn um hæl. Man bara aldrei eftir því að skrifa þessi gullkorn hennar hjá mér.

Kv. í Heiðardalinn
ps. Skotinn í öllum skemmtilegum konum... segðu svo að mogginn klikki á þessu

Þorsteinn Gunnarsson, 6.12.2007 kl. 10:44

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auðvitað klikkar Mogginn ekkert og ekki stjörnuspáin mín heldur Flott kona sem þú átt þarna

Jónína Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 12:46

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Játaði bensínafgreiðslumaðurinn,er hann skotinn í þér

Birna Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 18:18

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.12.2007 kl. 18:29

7 Smámynd: Júdas

  Góð!

Júdas, 6.12.2007 kl. 18:41

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sko ... þetta með bensínafgreiðslumanninn... ég fer alltaf í ÓB og tek olíu og það eru engir afgreiðslumenn þar

Jónína Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband