Það er fátt sem þeim dettur ekki í hug.....

... fyrir jólin, blessuðum konunum sem ég er að hjálpa í vinnunni.... Ein sem ég kem alltaf til hálfsmánaðarlega, fórnar höndum og ákallar Guð og lofar hann, fyrir að það skuli vera ég sem er komin, en samt bara í nóvember og desember. Hún samþykkir líka allt sem ég segi í 10 mínútna kaffispjalli, áður en hún fer svo að reyna að fá mig til að þvo alla veggina í íbúðinni sinni. Ég neita alltaf, eins kurteislega og ég kann og segi að hún viti nú alveg, að við megum alls ekkert gera það, en hún lofar þá bara að segja engum frá því ! Ég er vön, svo að ég er auðvitað með plan B og fer að finna alveg hreint ofsalega til í tennisolnbogunum mínum, komin með minnsta kosti þrjá, ef ekki fjóra og er búin að vera alveg að kálast frá því að ég var hjá henni síðast.... Devil Auðvitað dettur mér ekki í hug að fara að slíta mér út við að þvo heilu veggina, vinnureglurnar okkar banna það og svo er ég alls ekki á nógu háu kaupi til þess að níðast þannig á sjálfri mér. Og hafiði það ! Þetta gæti alveg orðið þreytandi til lengdar og ég segi eins og Laddi í einu jólalaginu : "Ég er fegin að jólin eru bara einu sinni á ári".... Wink Ég er alltaf að verða svolítið þreytt um þetta leiti í desember, enda mánuður áhættuatriðanna, ég er prílandi upp á skápum og háaloftum og dinglandi í alls konar stigum og tröppum, við að þrífa ímyndaðan skít hjá einstæðum gömlum konum sem sóða bara alls ekkert í kringum sig allt árið, en í desember fara þær að fá gæsahúð út af drulluhaugunum í öllum hornum og hornin eru þá einna helst lengst upp á einhverju eða innst inni í hornum á draugalega djúpum skápum, sem oftast er ekkert gengið um. Ég er búin að hengja upp eitt jólaljós í glugga hérna í Fjallakofanum, kannski kem ég öðru upp í dag. Það eru dálítið margir gluggar á húsinu og með sama áframhaldi verð ég líklega búin að þessu um miðjan febrúar.... Tounge  Gangið glöð í bragði, inn í langþráðan föstudag og verið góð við gamla fólkiðSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það á víst fyrir okkur flestum að liggja að verða gamlar Jónína mín.  Æi þær eru krúttaðar þessar elskur.  Knús á þær og þig frá mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég ætla að fá tuskuæði þegar ég verð orðin gömul og verð komin með heimilishjálp en það er ok Ninna mín þú verður ekkert að vinna hjá mér, ehh eða ég held ekki

Erna Evudóttir, 7.12.2007 kl. 11:56

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Knús til baka til þín Jenný mín

Erna þú ert svo indæl, að mætti halda að við værum eitthvað skildar

Jónína Dúadóttir, 7.12.2007 kl. 12:32

4 identicon

Hæ sys

Alltaf jafngaman af blogginu þínu.  Er á leiðinni í Fjallakofann með föndurdót. Þú gætir kannski búið til jólakort á næsta ári úr því, hefur allavega allt næsta ár til þess ha ha !!  Jólin koma nú samt. 

Ég horfi bara á allt draslið heima hjá mér og hugsa mitt en það hverfur bara alls ekki ! 

Ætla að þrusast upp fjallveginn einhverntímann um helgina. Hringi á undan mér svo þú verðir búin að hella rauðvíni í glas fyrir mig og við getum andað fjallloftinu að okkur systurnar! 

knús knús

Auja

Auja (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:27

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hæ dúlla mín, gaman þegar þú skrifar hérnaÉg vinn kvöldvinnuna um helgina en verð örugglega heima á sunnudaginn til fimm, að horfa á allt draslið heima hjá mérVeit ekki um laugardaginn líklega verslunarleiðangur með Jóa, eini tíminn sem við höfum í það... Hlakka til að sjá þig

Jónína Dúadóttir, 7.12.2007 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband