... eitt af því eru rafmagnstæki í minni eigu, sem virka ekki eins og þau voru smíðuð til að gera. Tölvuskjárinn við borðtölvuna lognaðist út af í gær og auðvitað rétt áður en ég þurfti að fara að vinna klukkan fimm, svo ég náði ekki að fara með hann í viðgerð. En svona baunaprinsessa eins og ég á auðvitað fartölvu líka og ég er að skrifa á hana núna, þess vegna pikka ég svona hægt.... eins og sést náttulega
Svaf út í morgun, vaknaði ekki fyrr en hálfsjö... Veit alveg, að vegna almenningsálitsins á ég alls ekki að segja frá þessu, en ég hef bara aldrei fattað þetta með almenningsálitið ! Ég hef nefnilega engan rétt á að skipta mér af því hvað annað fólk hugsar, einfalt mál ! Svo fyrir utan að finnast gaman að fara snemma á fætur, finnst mér mánudagar fínir og vatn vont og já ég veit þetta með vatnið, "það er nú bara vatnsbragð af því" og það er nefnilega það bragð sem mér finnst vont! Ég var að flakka um á blogginu áðan og eitt af því sem rætt er um er blessuð konan sem fannst látin í íbúð öryrkjabandalagsins í Borg óttans, búin að vera dáin í 4-5 daga. Þetta er svo sorglegt, líka vegna þess að hún er ekki ein um að vera svona mikill einstæðingur. Ég er búin að vinna við heimaþjónustu í bráðum 10 ár og hef séð ýmislegt og við vitum alveg um fólk sem vill ekki þiggja þjónustu okkar. Til þess geta legið margar ástæður og ég þykist ekkert vera þess umkomin að nefna þær allar en oft tengist það auðvitað andlegum veikindum og oftar en ekki, líka einfaldlega bara fátækt. Það þarf nefnilega að borga fyrir hvert og eitt einasta verk sem við innum af hendi. Ég er t.d. skömmuð eins og hundur ef það kemst upp að ég fer í búð fyrir skjólstæðing án þess að skrifa kílómetragjald á það, svo það sé hægt að rukka viðkomandi. Mér er alveg sama, ég geri það samt ef mér sýnist og er búin að stunda það nokkurnveginn frá fyrsta degi og held því áfram eins lengi og mér dettur í hug að það geti komið einhverjum að gagni, öðrum en rukkurunum ógurlegu. Og ég er samt ekkert góð kona, ég geri þetta af hreinræktaðri eigingirni, af því að það lætur mér líða vel
Gangi hress og frísk inn í helgina og munið eftir smáfuglunum



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og flest af þessu einstæða fólki er löngu búið að vinna fyrir kaupinu sínu og vinna í haginn fyrir okkur sem á eftir koma
Birna Dúadóttir, 8.12.2007 kl. 14:00
Akkúrat nákvæmlega !
Jónína Dúadóttir, 8.12.2007 kl. 14:37
Mér finnst umræða hjá sumum snúast of mikið um það að konan skildi hafa verið látin i nokkra daga og enginn vissi neitt. Vafalaust hefur henni aldrei liðið betur og vel verið tekið á móti henni, en of fáir með vangaveltur um einveru hennar frá degi til dags þegar hún var á lífi en þú þekkir það pottþétt. Kom ekki fram í vikunni að eignir lífeyrissjóðanna væru á annað þúsund milljarðar..........
Júdas, 9.12.2007 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.