Góðan dag :-)

Tölvuskjárinn minn dó í fyrradag og ég fór í tölvubúð rétt fyrir lokun í gær og nú ég er komin með nýjan, stærri, flottari, hreinni og auðvitað miklu betri skjá sem virkar, hann gapir ekki bara tómur framan í mig eins og sá gamli. Hann má nú líka alveg vera almennilegur, miðað við hvað hann kostaði..... Cool Ég held þetta ætli nú bara að verða ágætisdagur þó það sé frost og snjór úti og ég þurfi að fara að vinna í kvöld. Ég verð ekki að vinna kvöldvinnuna um jóladagana, en ég vinn fram á Þorláksmessukvöld og svo ekkert aftur fyrr en á Gamlárskvöld. Ég er bara ósköp sátt við þetta svona. Ég var agalega dugleg í gær og jólaðist helling hérna heima, kláraði meira að segja að hengja upp restina af myndunum sem voru ennþá á gólfinu frá því að við máluðum ganginn... Úúú dugleg, ekki nema vika síðan það kláraðist ! Tounge Það er svo gaman að jólast, þó ég sé mestmegnis ein í því, spúsi minn er ekki allra mesta jólabarnið sem ég þekki, hann vill alveg halda jól og hafa fínt og skreytt, bara ef hann þarf ekki að standa of mikið í því sjálfur.... Mér er alveg sama ég jólast fyrir okkur bæði og rúmlega það held ég. Búin að ákveða að baka heilar tvær smákökutegundir og gera laufabrauðsdeigið alveg sjálf, ekki kaupa það tilbúið núna. Vá, brjálað að gera hjá mér fyrir jólin !Wink Prentvillupúkinn vill ekkert jólast með mér heldur, en hann er alveg til í að pólast og jafnvel jónast ! Grin Gangið glöð inn í daginn og gerið eitthvað skemmtilegt, það ætla ég að geraSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Til hamingju með baksturinn :)

Langar að biðja þig um smá greiða...hef það frá ábyrgum heimildum að tengdadóttir Björns Ásgeirssonar ætli að senda mér jóladúka fyrir jól, grunar að þú verðir beðin um að hjálpa til við það, gætirðu nokkuð hent niður í kassann fyrir mig rabbabarasultu og svona mónu súkkulaðidropum svo ég geti bakað hálfmána og spesíur (eða hvað sem þær heita kökurnar með dropunum á). Þætti svaka vænt um það!

Jóhanna Pálmadóttir, 9.12.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband