Er það ekki bara einhver löngu útrunnin klisja ? Ég meina, þó ég hafi nú lent í þeim undarlegu aðstæðum í gær, mánudag, að geta ekki opnað olíulokið á bílnum mínum til að setja á hann olíu rétt svona í leiðinni í vinnuna.... Það var frosið fast, svo ég þurfti að keyra bílinn á olíugufunum einum, lengst suður í Naustahverfi. Var með hjartað einhversstaðar þar sem það átti alls ekki að vera, af ótta við að bíllinn yrði olíulaus úti á miðri umferðargötu og þá örugglega í beygju og hann er svo stór að það er ekkert auðvelt að ýta honum frá.... En það gerðist ekki, spúsi minn reddaði þessu eftir vinnu, að sjálfsögðu, til hvers haldið þið annars að ég eigi mann ? Og þó að maðurinn, sem ég fór til að hjálpa, hafi fengið þá andstyggilegu hugmynd að láta mig fara út í 10 stiga frostið, með allar pullurnar úr 2 sófasettum og berja þær með teppabankara, af öllum verkfærum.... Ég var nokkuð viss um að ég yrði úti þarna, ca 20 sentímetra frá svalahurðinni hans, en það gerðist nú ekki. Smákal á puttum og sál og þá einna helst vegna þess að mér tókst ekki að brjóta helv... teppabankarann, sem er í mínum huga verkfæri djöf.... fundið upp annað hvort af einhverri sjúklega ofvirkri fyrirmyndarhúsmóður eða bara þeim vonda sjálfum í neðra..... Og þó ég hafi svo sofnað í sófanum fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi og vaknað í einhverskonar hönk, að drepast í bakinu, þá tókst mér þó að sofna inni í rúmi, þegar það var mátulega kominn þriðjudagur samkvæmt klukkunni og fékk enga martröð aldrei þessu vant. Þegar á allt er litið var þetta bara ágætur mánudagur og núna skulum við prófa þriðjudaginn ! Gangið glöð og hress inn í daginn og munið að allt er gott sem endar vel
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jólagjöfin í ár,TEPPABANKARI
Birna Dúadóttir, 11.12.2007 kl. 18:45
þessi ótrúlega jákvæðni í þér getur smitast svo ég ræð þér frá henni
, lestu gömul blogg hjá mér.
Júdas, 11.12.2007 kl. 21:04
Hvaða helv... jákvæðni ?
Nei nei bara grín, ertu ekki með nógu góða vírusvörn í tölvunni þinni ? 
Jónína Dúadóttir, 11.12.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.