Á morgun fer ég í klippingu, sem er nú svo sem ekki saga til næsta bæjar.... Ég var aðeins að hugsa um að fá mér lit í hárið, af því að hárið á mér hefur engan lit sem hægt er að nefna neitt ákveðið... einna helst að megi reyna að sjá fyrir sér heysátu í rigningu. En ég held ég þori ekki... Fyrir nokkrum árum gerðist ég nefnilega verulega frumleg, á eigin mælikvarða og fékk mér ljósar strípur, í fyrsta skiptið á ævinni og það geri ég aldrei aftur. Morguninn eftir strípulitunina vaknaði ég og leit í spegilinn og sá þar sjálfa mig, með risastóran hlandbrunninn klósettbursta á höfðinu.....
Ég setti upp stóra lopahúfu í sumri og sól og læddist með veggjum niður á hárgreiðslustofuna og lét fjarlægja litinn, ég veit ekki hvernig það var gert... var með lokuð augun á meðan. Eftir sit ég bara sæmilega sátt við regnbleyttu heysátuna, sem trónir þarna á höfðinu á mér. Í gær vorum við tengdadóttir mín og ég, að baka smákökur, með dyggri hjálp Lindu Bjargar 2 ára sonardóttur minnar, þetta hefði auðvitað aldrei hafst, ef hún hefði ekki verið með !
Tengdadóttir mín er frá Sviss og við, mamma hennar og pabbi, skiptum litlu fjölskyldunni á milli okkar á jólum, þau eru alltaf önnur hver jól í Sviss. Þá kemst ég upp með að kaupa smákökurnar í Bónus og steikt laufabrauð, en ekki núna, þau verða hér um þessi jól. Hún er nefnilega svo undursamlega dugleg, þessi elska, alveg eins og ég var á árum áður, en er alls ekki lengur, núorðið nenni ég engu ! Ég get ekki einu sinni skrifað allt sem hún gerir fyrir jólin, ég verð þreytt bara að hugsa um það.
En fyrir þessi jól kemst ég sko ekki upp með neinn moðreyk..... og það er bara gaman ! Gangið glöð inn í góðan dag og verið dugleg að borða smákökur, það er svo hollt... fyrir sálina




Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Duglegar konur
Erna Evudóttir, 12.12.2007 kl. 08:45
Sko hún er dugleg, ég er bara að þykjast....
Jónína Dúadóttir, 12.12.2007 kl. 09:23
Bara vera með
Erna Evudóttir, 12.12.2007 kl. 16:40
Ég legg til að þú látir setja í þig permanett og jólaseríu.. ÞAÐ ER FRUMLEGT .. Sparnaður líka.. í stað þess að fjárfesta í jólatréi getur þú verið jólatréiið sjálf.
Brynjar Jóhannsson, 12.12.2007 kl. 18:48
Fín hugmynd, þakka þér mega mikið fyrir
Jónína Dúadóttir, 12.12.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.