Skyldi Trölli vera að reyna að stela jólunum... viljandi ?

Mikið búin að vera að velta því fyrir mér undanfarna daga.... Það væri svo sem rökrétt, ef það væru til tröll, að þau væru þá ekki langt frá mér, hérna í fjallinu. Annars skiptir ekki máli hvar ég bý í þessu trölladæmi, minn Trölli býr allsstaðar þar sem ég er... Honum stekkur helst ekki bros í desember, ef hann kemst hjá því... Helst ekki að umgangast fjölskylduna meira en venjulega, helst minna ef það er hægt... Og ekki virðist hann hlakka neitt til jólanna... Aðal tilfinningin  virðist vera  ergelsi og pirringur yfir væntanlegum útgjöldum.... Vill helst kaupa bara eitthvað í jólagjafir, bara til að búa til einhverja pakka.... af því að það eiga að vera pakkar... Engan smákökubakstur við jólalög, kertaljós og nammi, vill ekki smákökur... Alls ekki jólalög, hvergi, aldrei... Jólaskraut er svo sem í lagi, ef hann þarf ekki að setja það upp... Helst einn á aðfangadagskvöld.... Og alls ekki of margar seríur, þá er of bjart til að sofa... sofa... sofa... Þessi Trölli hangir á annarri öxlinni á mér og gáir ekki að sér þegar lúmskt jólaþunglyndið læðist aftan að honum.... Á hinni öxlinni trónir annar Trölli, öllu bjartsýnni og glaðlegri, en samt ekki alveg ósnortinn af þunglyndi vinar síns þarna hinum megin við hornið. En hann reynir með sinni óbilandi bjartsýni að halda við jólaandanum. Berst við að leyfa sér að njóta aðventunnar, ljósanna, skrautsins, tónlistarinnar og ilmsins og alls þessa sem er með jól- fyrir framan og svo auðvitað sem flestra samverustunda með fjölskyldunni... það skiptir hann öllu máli. Og hann virkilega reynir af öllu hjarta að fá hinn með, en það gengur nú, svona oftastnær frekar brösuglega.... En það fylgir því að vera hálfgeðveikislega óbilandi bjartsýnn, að vera sem jákvæðastur og gefast aldrei upp við að reyna að gera eitthvað gott.... en stundum er það bara svo andskoti erfitt ! Ég gæti verið að tala um mig og minn klofna persónuleika eða bara eitthvað allt annað eða ekki.... Ef þið viljið, þá látið bara eins og þið hafið aldrei lesið þetta og gangið glöð inn í daginn, ég ætla að fara og tína upp allt það, sem er að fjúka um hérna útiSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Þetta liggur í ættum

Erna Evudóttir, 13.12.2007 kl. 19:10

2 Smámynd: Júdas

Það kannast sennilega allir við svona axlapersónur. Hjá mér er það pissudúkkuútgáfan af Ken á annarri öxlinni   en svikari úr biblíusögunum á hinni ........Ég veit ekki hvor er betri en báðir vilja halda jól.

Júdas, 13.12.2007 kl. 19:12

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég held að við sigrum þetta í sameiningu Jóla Trölli og ég, hann hefur alltaf betur

Jónína Dúadóttir, 13.12.2007 kl. 19:27

4 Smámynd: Unnur R. H.

Þettað er skrítið, eins og skrifað frá mínu hjarta. ERUM VIÐ SKILDAR (svona utan við að ver við ehemm). Þetta er svo alveg  eginlega, algjörlega, og án þess að afsaka! SKAMMDEGISÞUNGLYNDI. Jabb þarna hefuru það

Unnur R. H., 13.12.2007 kl. 20:18

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Trölli,ég þekkti hann einu sinni.Svo ákvað ég að ég væri í vondum félagsskap og henti helvítinu út og lét fót fylgja.Núna er það bara ég og hann gamli minn þarna uppi,svona stöku púki á öxlinni,ekkert svo oft samt

Birna Dúadóttir, 13.12.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband