Ekki ætla ég nú að segja annað, í bili... En það eru fleiri sem eru verðir launa sinna og það eru öryrkjar og eldri borgarar ! Á meðan lífeyrissjóðirnir eru að skera af lúsarlaununum, sem þessir tveir hópar fá og stjórnvöld geta víst bara alls ekkert gert til að hjálpa, þá eru þessi sömu stjórnvöld að úthluta heiðurslaunum til listamanna. Þeir eru að vísu bara 28, ekki 30 eins og í fyrra, sem fá þessi laun núna og upphæðin er aumingjaleg, bara svona ein lítil milljón og átta hundruð þúsund á kjaft ! Og það var ekkert mál að hækka þetta síðan í fyrra, þá fékk hver heiðurslistamaður bara milljón og þrjú eða fimm hundruð þúsund.... nískan ! Þetta kemur sjálfsagt út eins og öfund hjá mér, en er það samt ekki, bara kalt mat. Það er nefnilega frjálst val hjá hverjum og einum, hvort hann gerist listamaður og ætlar að reyna að lifa af því. Ef hann getur ekki lifað af því, er hann þá bara nokkuð nógu góður og ætti hann þá ekki bara að fá sér vinnu við eitthvað annað ? Þar sem hann fær útborgað í hverjum mánuði og verður þá bara að stunda listina í hjáverkum. Þeir sem eru nógu góðir eða flinkir eða einhvernvegin tekst að höfða til lýðsins og selja listaverkin sín grimmt og græða á því, þeir þurfa ekki meira er það nokkuð ? Það þarf ekkert að ríkisstyrkja þá með listamannalaunum, þeir eru þá búnir að fá umbun erfiðisins ! En það alls ekki frjálst val að verða gamall eða öryrki, það býr engin köllun þar að baki, það er óhjákvæmilegt ! Þú verður ekkert gamall eða lendir í slysi eða veikindum og verður öryrki, að eigin vali og færð þér svo bara eitthvað annað að gera með og stundar ellina og örorkuna í hjáverkum. Það er nefnilega sem flest gert, til að koma í veg fyrir það og bannað með lögum að reyna að bjarga sér og ef einhver úr þessum hópum reynir það, er hinum sama refsað allsnarlega með því að taka í burtu helst allt hans lífsviðurværi ! Og eins og ég hef áður sagt, Guð forði þeim frá því að hafa það of gott ! Þessir minnihlutahópar í íslenska þjóðfélaginu, sem eru samt ekki í minnihluta miðað við höfðatölu, eiga að fá heiðurslaun, vegna þess að þeir geta ekki annað en verið það sem þeir eru og það er svo sannarlega ekki sjálfval ! Ég nota hérna einungis fornafnið "hann" og læt það duga yfir allar manneskjur sem eiga í hlut, af því að ég nenni ekki að fara bil allra og skrifa alltaf hann/hún, maður/kona. Konur eru nefnilega líka menn, s.b. kven"menn", karl"menn". Gangið glöð inn í góðan dag og munið að það er gaman að fá pakka, en það er miklu meira gaman að gefa þá

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í andstyggilegheitum mínum datt mér í hug,þeir sem kunna listina að ljúga sig inn á svona styrkveitingar,eru auðvitað snillingar.Ekkert endilega svo merkilegir listamenn
Birna Dúadóttir, 14.12.2007 kl. 16:23
Jamm alveg rétt hjá þér :-)
Jónína Dúadóttir, 14.12.2007 kl. 16:54
Svo innilega sammála, það er bölvuð skítalykt af þessu
Erna Evudóttir, 14.12.2007 kl. 19:22
Jónína..
Reiknaðu nú dæmið út .
Þú sagðir að listamenn fái eina million á ári í styrk ? ...
Það getur engin lifað á million á ári og eru öryrkjar sjálfir með miklu hærri tekjur en eina million á ári.
Með öðrum orðum að þeir listamenn sem fá þessi laun geta varla lifað á þessu ena myndi þessi peningur ekki duga ofan í aðra nösina á ketti.
Brynjar Jóhannsson, 15.12.2007 kl. 07:22
Nei það var ein komma átta og þeir eru að fá þetta í viðbót við það sem þeir fá inn fyrir listsköpun. Ég er ekki að sjá eftir þessu handa þeim, en það þarf að hugsa meira um þá sem hafa minna !
Jónína Dúadóttir, 15.12.2007 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.