Snjórinn er farinn !

Og ég græt hann ekki.... Mér er alveg sama hvort það eru hvít jól eða ekki, það lítur svakalega vel út á jólakortum og í bíómyndum að hafa fullt af jólasnjó, en ef ég mætti ráða þá mundi ég láta snjóa rólega í logni um 6 leitið á aðfangadagskvöld í svona klukkutíma kannski og síðan ekki söguna meir. Spúsi fór í gær austur á Vopnafjörð til að vera þar við jarðarför í dag, keyrði Fjöllin og þar var allt autt, þó að Vegagerðin væri búin að gefa það út að það væri fljúgandi hálka megnið af leiðinni. Skil ekki alveg þetta með hálkuna fljúgandi... en líklega er verið að vitna til þess að það sé svo hált að það er hægt að fljúga á hausinn... Ég hringdi í gær í bílaumboð og sagði konunni á skiptiborðinu að ég væri að leita að orginal drullusokkum... Hún misskyldi mig eitthvað, hélt sjálfsagt að þetta ætti að vera einhver brandari í ódýrari kantinum og sagði að öll símtölin væru tekin upp og það væri ekki vinsælt að fólk væri að hringja þarna inn með dónaskap.... Og þegar ég útskýrði málið að ég væri utan af landi og væri að leita að drullusokkum aftan á gamlan jeppa með merki tegundarinnar, þá eiginlega urraði hún á mig og sagði að þetta hétu aurhlífar ! Fyrirgefðu fimm hundruð sinnum fína frú, en við dreifbýlisdónarnir köllum þetta drullusokka ! Devil  En hún gaf mér samt samband við einhvern mann sem sagði mér að það væri löngu hætt að framleiða þetta. Það var nú svo sem auðvitað, ég sem ætlaði að gefa spúsa mínum, tvær upprunalegar aurhlífar, lesist: tvo orginal drullusokka, í jólagjöf. Jæja ég finn þá einhvertímann og gef honum kannski bara mynd af þeim, með orðunum : þetta er það sem ég ætlaði að gefa þér í jólagjöf.....Tounge Gangið glöð inn í góðan dag... eru ekki annars allir löngu komnir á fætur ?Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Erna Evudóttir, 15.12.2007 kl. 09:17

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góóóð

Birna Dúadóttir, 15.12.2007 kl. 10:50

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Fékk einu sinni einn á lúðurinn fyrir utan gamla Sigtún. Var í visiteu í borginni við sundin blá og þar var slatti af bílamönnum að viðra kaggana. Og þar sem við stöndum þarna hálffullir en alglaðir í röðinni rennir slæki þarna að og útúr honum koma tveir guttar. Þegar slækið rennir í burtu sá ég að það var með þessar líka óhræsis "aurhlífarnar" og varð að orði við félaga minn..."sjá þessa líka ógeðslegu drullusokkana"

Það tók þó nokkra sjússa að kenna óupplýstu borgarbörnunum ástkæra ylhýra... en tókst þó.

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 18.12.2007 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband