... en ekki á kvöldin eins og flestir... ég er andvaka á morgnana
Og mér finnst það bara hið besta mál ! Klukkan hefur líka ekki fengið að stjórna mér svo lengi, ég er t.d. aldrei með kvöldmatinn til klukkan 7 og þar fram eftir götunum.... Var líka fyrir löngu hætt að hafa armbandsúr en fer nú að taka það fljótlega upp aftur, af því að stafirnir á klukkunni í gemsanum mínum eru orðnir svo litlir, en á móti eru handleggirnir á mér ekki lengur nógu langir...
Samt mæti ég aldrei of seint þar sem ég þarf að mæta, ég þoli mér það ekki. Enda þarf maður aldrei að koma of seint, það er bara vani eða öllu heldur óvani og ef það er hægt að venja sig á að koma of seint, þá er líka hægt að venja sig á að koma á réttum tíma. Það var dálítil umferð hérna í "hverfinu" hjá mér fyrir ca klukkutíma síðan og þar sem ég þekki þó nokkuð til nágrannanna, þá veit ég að þeir eru alls ekki að koma á fætur á þessum tíma
Dagurinn í gær fór í hangs og smá innlit á uppáhalds snyrtistofuna mína, kíkti inn til Auju systur, smá verslunarleiðangur og svo meira hangs... Ég ætla aldrei þessu vant að kæfa mína eðlislægu leti í dag, en samt ekki fyrr en eftir eftir hádegið og baka tvær smákökutegundir sem eiginlega líkjast meira sælgæti en smákökum. Ég er ekki mikið fyrir þessar hefðbundnu smákökur, mér finnast til dæmis piparkökur ekkert góðar
Aðventan hjá mér líður rólega áfram í leti og afslöppun og vinnu, með smá kryddi af jólaskrauti og jólagjafainnkaupum, engir jólatónleikar nema á Létt Bylgjunni og engin jólahlaðborð nema bara hérna heima við eldhúsborðið. Ég vil kenna vinnunni minni um skortinn á þessu og svo því að það virðist ekki vera neinn vilji hjá fólki að byrja tónleika eða bíða með jólahlaðborð, til hálf tíu á kvöldin þegar ég er búin að vinna... skandall
Gangið glöð í bragði inn í daginn og hafið það sem allra best






Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara snilld að eyða laugardögum i svona mest ekkert, ég gerði það líka í gær
stundum er ekkert best
Erna Evudóttir, 16.12.2007 kl. 09:13
Bestastast
Jónína Dúadóttir, 16.12.2007 kl. 10:12
Er þetta sem sagt ættgengt,stuttir handleggir,eða ættum við að fá okkur gleraugu.Ég er svona líka
Birna Dúadóttir, 16.12.2007 kl. 13:16
ALíklega bæði ódýrara og auðveldara að kaupa gleraugu en fara í handleggjalengingu....
Jónína Dúadóttir, 16.12.2007 kl. 16:38
Þetta A á ekkert að vera þarna...
Jónína Dúadóttir, 16.12.2007 kl. 16:39
Ef til vill eru handleggirnir ekkert stuttir heldur viljinn til að ná aðeins lengra bara svona mikill...................
Júdas, 16.12.2007 kl. 18:28
ohh sætt
Birna Dúadóttir, 16.12.2007 kl. 20:15
Hann Júdas er einn mesti sjentilmaður sem ég hef rekist á lengi og samt er hann íslenskur karlmaður
Jónína Dúadóttir, 16.12.2007 kl. 22:10
Júdas, 16.12.2007 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.