Nú eru jólakortaskrif í fullum gangi hér í Fjallakofanum.... eða alls ekki. Sú sem á að skrifa jólakortin er í tölvu....
Ætlaði að drífa mig í þetta í gærmorgun en ég gat bara ekki hrist af mér letina fyrr en eftir hádegið þegar ég fór að baka og fann mér alltaf eitthvað allt annað að gera í staðinn. Það er ekki alveg laust við að ég kvíði aðeins fyrir komandi viku, nú er kvöldvinna, alveg þangað til á sunnudag, Þorláksmessu. Ég þarf nú samt ekkert að kvíða þessu, ég er vön að vinna mikið og bæði um jól og á öllum öðrum tímum ársins og á ekkert eftir að gera svo mikið fyrir jólin... Kaupa nokkrar jólagjafir, skrifa nokkur jólakort og svo þessi bara svona venjulegu þrif hérna. Er fyrir löngu síðan búin að draga allverulega úr öllu sem gæti valdið stressi á þessum yndislega skemmtilega tíma, sem aðventan og jólin eru fyrir mér. Ég þykist nefnilega vita það að jólin koma ekki bara þangað sem þau finna mestu sápulyktina eða nýjustu húsgögnin eða flestar jólaseríurnar... Þau koma þangað sem tekið er á móti þeim með gleði og ánægju og tilhlökkun. Hvernig ætli það væri ef engin væru jólin ? Hm... allavega íslendingar mundu samt örugglega hafa einhverja hátíð á þessum tíma sem þá örugglega tengdist ljósum á einhvern hátt. Arfur frá þeim tíma sem forfeður okkar voru moldarhrúgubúar......
En við höfum jólin og mér er nokk sama af hverju þau eru og hvernig og hvers vegna þau byrjuðu, ég er bara ofsalega ánægð að þau eru !
Gangið glöð inn í magnaðan mánudag og fyrir alla muni ekki vera að stressa ykkur fyrir jólin, leggið áheyrsluna á að hlakka til og hafa gaman




Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Moldarhrúgubúar", það er rétta orðið.
Júdas, 17.12.2007 kl. 10:46
Hérna erum við í algjöru stressleysi enda er búið að skreyta... Jólakortin löngu farin í póst og Jólafréttabréf fjölskyldunnar var komið í póst þann 10. Meira að segja jólatréð er skreytt og klárt. Bökum ekkert... kaupum laufabrauðið... búinn að kaupa 3 rúllur af KEA hangilærum, hamborgarhrygg og kalkún ... flestar jólagjafir klárar og tóm rólegheit. Kannast alveg við hinn endann þ.e að vera að vinna í tryllingi allan desember og vera svo flestar síðustu nætur fyrir jól að redda einhverju sem "verður að klára fyrir jól" og svo framvegis og vera svo örendur yfir jólin. Nei takk... Aldrei aftur.
Lífið er allt of stutt til að kveikja á kertum sem ilma ekki... segir í slagorði kertagerðarinnar hjá okkur (www.tofraljos.com) og það er heila málið. Málið er að njóta í dag. Það er engin vissa fyrir því að morgundagurinn skili sér
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 18.12.2007 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.