Jóla hvað ? ;-)

Nú er búið að skreyta Fjallakofann okkar að utan og spúsi minn á allan heiðurinn af því ! Ég ætla að bíða með að fara út og taka myndir til að setja hér inn, ekkert sérstaklega jóló að fara út í rok og rigningu til að taka jólamyndir... Hér er allt svona hægt og rólega, að smella saman í undirbúningi jólahátíðarinnar, allar gjafir og öll jólakort farin af stað. Bara eftir að fara og kaupa jólagjöfina handa spúsa mínum, ég ætla að gefa honum..... he he náði þér góði, dettur ekki í hug að skrifa það  hér af því að ég veit þú lest þettaTounge Geri laufabrauðsdeigið þegar ég kem heim í kvöld og flet það út í fyrramálið og svo verður skorið og steikt á laugardaginn. Þá verða dóttir mín og tengdadóttir komnar til landsins og alveg sérstaklega þeim til heiðurs, verður svo skötuveisla á Þorláksmessu.  Ég held ekkert að þær verði voðalega hrifnar, en þær vildu fá að vera á jólunum hjá mömmu og þá er það annað hvort allt eða ekkertGrinBörnin mín verða öll saman á aðfangadagsköld heima hjá stórabróður og koma svo til okkar í desert seinna um kvöldið og ég ætla aldrei þessu vant, að búa til ís og hafa svo alveg helling af einhverri  hrikalega góðri óhollustu með honum. Ég verð að segja að ég er nú svolítið farin að hafa áhyggjur af því hvað ég er að verða húsmóðurleg svona á efri árum... En ég er alveg handviss um að þetta bráir af mér fljótlega eftir jólin, reynslan segir það og ekki lýgur húnWink Gangið nú glöð inn í góðan dag og flýtið ykkur hægt, jólin koma alveg þó við séum ekki að stressa okkur út af smámunumSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

........á efri árum já.........er það ekki bara eðlilegt? 

Júdas, 20.12.2007 kl. 08:29

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Hérna sko ef ég kem einhverntíma til þín á Þorláksmessu verð ég þá að borða skötu?

Erna Evudóttir, 20.12.2007 kl. 08:37

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skötufýla er bara hugarástand

Birna Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 08:59

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Júdas... held ég....

Erna mín, ef þú kemur einhverntímann til mín á Þorláksmessu máttu gera hvað sem þú vilt En maður verður nú alltaf að smakka

Skötufýla er í alvöru bara hugarástand, ég smakka alltaf skötuna og finnst lyktin og bragðið skemmtilega vont

Jónína Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 09:16

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Oj ég myndi ekki láta ná mér dauðri við að borða þetta.Verra en siginn fiskur með ógeði út á.Það er amk hægt að kæfa hann í sinnepi.

Birna Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 09:21

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég skal alveg eiga fullt af sinnepi handa þér með skötunni

Jónína Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 09:43

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Sinnep, siginn fiskur, skata, viljiði að ég hafi ekki lyst á jólamatnum?

Erna Evudóttir, 20.12.2007 kl. 11:28

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já, þú mátt alveg leggja aðeins af feitabollan þín 

Jónína Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 12:29

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Erna feitabolla,Erna feitabolla

Birna Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 13:47

10 Smámynd: Erna Evudóttir

einelti,einelti, segi mömmu frá!

Erna Evudóttir, 20.12.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband