Í gær komu hingað allir mínir afkomendur..... Það er svo sem ekki stór hópur, telur fjóra plús tvær tengdadætur, en það er nóg handa mér. Í gærmorgun stóð ég og flatti út 50 laufabrauðskökur og eftir 10 kökur fylgdi sama spurningin hverri einni og einustu, af þeim 40 sem á eftir komu : "hvernig í andsk... fórstu nú að því að láta þér detta þetta í hug manneskja ? Veistu ekki að er hægt að kaupa þetta útbreitt" !?! Jæja.... en svo komu allir mínir afkomendur og skáru út og steiktu og í einskæru þakklætisskyni býð ég þeim í skötuveislu núna í hádeginu Ég hefði nú frekar viljað hafa hana í kvöld en ég er að vinna og vil helst vera viðstödd mína eigin skötuveislu. Bauð mömmu líka, hún er orðin 82 ára og hefur alveg tekist að komast í gegnum lífið hingað til án skötu, en hún þáði boðið þegar ég egndi fyrir hana með sjósignum fiski. Ég var nefnilega búin að færa henni smá sýnishorn um daginn
Og svo ef hún nú lifir af skötuna þá keyri ég hana í búð, en afkomendurnir fara í sveitina að heimsækja föðurfjölskyldu sína. Þar eiga þau líka síðasta afann á lífi, alveg ágætis "stjúpmóður" og yndislegan 7 ára bróður sem er nú að öllum öðrum ættingjum ólöstuðum, líklega aðal aðdráttaraflið. Svo er bara að sjóða hangikjötið og setja upp jólatréð og skreyta það, búa til eitt salat og bíða eftir jólunum, ja og vinna aðeins.... Hvað er svo sem hægt að hafa það betra ? Ég segi það ekki, að mér mundi líða enn betur, ef allir hefðu það eins gott og ég og ef ég gæti þá mundi ég svo sannarlega sjá til þess.... en ég get það bara ekki nema að svo ofsalega litlu leiti. En ég leyfi mér samt að líða vel, vitandi það að ég reyni þó aðeins.... Gangið glöð inn í Þorláksmessuna með það í farteskinu, að það eru að koma jól og þolinmæðin þrautir vinnur allar
Speki dagsins er í boði Grýlu gömlu í Fjallakofanum
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég óska þér gleðilegrar jólahátíðar, elsku bloggvinkona og þakka þér fyrir þátttökuna inni á minni síður. Mamma þín er hugrökk kona (skatan)
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.12.2007 kl. 07:32
Gleðileg jól Ninna mín og takk fyrir allt skemmtilegt bæði á netinu og í alvöru, skilaðu kveðju til allra hjá þér og segðu mömmu að hún sé hetja hafsins eða eitthvað í þá veruna! Skemmtið ykkur sem allra best yfir jólin
Erna Evudóttir, 23.12.2007 kl. 10:03
Hún mamma mín getur allt.Hún rúllar þessu upp,eins og ekkert sé.Skilaðu líka kveðju frá mér, við eldhúsborðið.Gleðileg jól og kæra kveðja til afkomendanna frá mér og mínum
Birna Dúadóttir, 23.12.2007 kl. 10:28
Bið að heilsa öllu þínu (okkar) fólki!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 23.12.2007 kl. 20:24
Fjórir afkomendur eru nú bara dágóður hópur. 100% fleiri en mínir,en það gæti breyst.
Júdas, 24.12.2007 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.