Að koma fram á jóladagsmorgun í rökkvaða stofuna, þar sem bara er kveikt á seríum og jólatré finnst mér bara með því yndislegasta Allt svo fínt og svo hlýlegt og svo mikil ró, sem ég finn yfirleitt ekki fyrir á öðrum tímum. Þegar það er búið að kveikja á jólaljósum hérna í Fjallakofanum, þá er sko ekkert slökkt á þeim aftur fyrr en jólin eru alveg búin, mínar reglur, mín hefð, punktur og basta ! Nú er alvöru jólafrí hjá mér í fyrsta skipti í 10 ár, ég ætti að vera að vinna milli jóla og nýjárs, en ég ætla ekki að gera það núna, þurfti eiginlega að harka það út með frekjunni og það tókst auðvitað
Þannig að núna er ég í fríi í heila viku, en ekki bara 0 - 3 daga eins og venjan hefur verið hingað til. Ég byrja svo aftur á gamlársdag í 2 tíma fyrir hádegi og á gamlárskvöld hefst ný kvöldvinnuvika og þá er ég líka að vinna alla daga, alveg sama hvað þeir heita. Börn, tengdabörn og barnabarn koma til okkar í mat í kvöld, þau komu líka í gærkvöldi í jólaísinn hennar mömmu, ömmu, tengdamömmu og nutu vel og komu í leiðinni með jólagjafirnar til okkar. Við fengum alveg fullt af gjöfum, enda eigum við samtals fullt af börnum og meðal annars fengum við, sérútbúið dagatal með myndum af Lindu Björgu og bækur og konfekt, ilmvötn sem voru keypt í Minneappolis og svo ótalmargt sem við notum næstu daga til að skoða. Yngsti sonur minn gaf okkur alveg yndislega fallegt keramikjólahús, með pínulitlum ljósleiðaraseríum, það er svo raunverulegt og fallegt og ég er alltaf að líta upp og horfa á það
Það er alltaf eitt sem mér finnst vanta um jól og það eru börn og barnabörn spúsa míns. Þau búa í Reykjavík, á Reyðarfirði og Vopnafirði, þannig að við sjáum þau aldrei á jólunum og spúsi verður að láta sér nægja mín..... Ég óska þess að allir hafi það sem best og finni friðinn sem helst ætti að fylgja þessum dögum. Gangið glöð og róleg inn í jóladaginn
Flokkur: Bloggar | 25.12.2007 | 08:26 (breytt kl. 12:07) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fékk eimitt þessa hátíðleika tilfinningu áðan þegar ég kom fram í stofu. Kyrrðin svo mikil og ljósin á trénu ótrúlega falleg.
Unaðslegt.
Njóttu jóladagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.12.2007 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.