Jóladagur og annar í jólum eru einu dagarnir á árinu, sem ég hreyfi helst ekki bílinn minn. Þar sem ég á nú að heita "höfuð minnar ættar", sem enn sem komið er telur að vísu bara 6 hausa, þá er ég í þeirri aðstöðu að geta svolítið skipað þeim fyrir..... á jólunum
Þau koma þá til mín, börnin mín þrjú, tengdadæturnar tvær og barnabarnið.... að því tilskildu að þessar elskur séu þá yfir höfuð á Íslandi, sem er nú ekki oft. Þau komu líka í jólaísinn á aðfangadagsköld og í mat í gærkvöldi. Svo í gærdag komu yngri sonurinn, dóttirin og tengdadóttirin í kaffi, þau vorkenndu "höfði ættar sinnar" eitthvað fyrir að vera einu heima á jóladag. Spúsi ákvað allt í einu að fara í jólaheimsókn í gær, til eina fólksins sem við þekkjum, sem heldur ekki jól. Þau eru í bústað fyrir austan yfir hátíðina en búa nú samt hér í bæ, svo það er nú ekki langt að læðast alla hina dagana.... Ég fór ekki með, en sendi í minn stað verðugan fulltrúa í gervi konfektkassa, sem fékk alveg örugglega góðar móttökur
Það er víst nefnilega þannig að matur eldar sig ekkert sjálfur, hvort sem dagarnir heita jól eða eitthvað annað. Við áttum von á 6 manns, s.s. öllum mínum afkomendum og vel það, í mat um hálf sjö og spúsi fór ekki af stað fyrr en eftir hádegi og það er tveggja tíma keyrsla fram og til baka og reikniði svo
Það kom þá af sjálfu sér að kokkurinn fór ekki af bæ þann daginn og það stóð nú reyndar ekki til heldur. Ég gaf bækur í jólagjafir en fékk enga sjálf og bækurnar sem spúsi fékk falla ekki að mínum smekk, ég hef ekkert gaman af því að lesa um líf annarra, er allt of upptekin við að lifa mínu eigin lífi.... sjálfhverf kona ?
Gangið glöð inn í annan dag jóla og verið alveg sérstaklega góð við þá sem kannski eiga það ekkert endilega skilið, þeir þurfa nefnilega mest á því að halda





Flokkur: Bloggar | 26.12.2007 | 09:27 (breytt kl. 10:19) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað þetta eru flottar myndir,svo jólalegt og flott.Ég hef ekki séð Kötu svo lengi,ekkert smá sætar skvísurnar.Að sjálfsögðu Ingi og Stjáni líka
Birna Dúadóttir, 26.12.2007 kl. 10:18
Takk krúttið mitt, ég á eftir að setja inn myndir af yngstu skvísunni henni Lindu
Já og mér hefur líka alltaf fundist Ingi og Stjáni vera æðislegar skvísur
Jónína Dúadóttir, 26.12.2007 kl. 11:01
Segðu algerar pæjur
Birna Dúadóttir, 26.12.2007 kl. 13:10
Jónína Dúadóttir, 26.12.2007 kl. 14:22
Jólakveðjur norður og njóttu bíllausu daganna
Fiðrildi, 26.12.2007 kl. 15:06
Júdas, 27.12.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.