Jólin eru sko ekkert búin...

... sem betur fer InLove Nú eru tveir vinnudagar, allavega hjá þeim sem nenna að vinna og ég er sko aldeilis ekkert í þeim hópi ! Í dag ætla ég að fara á bæjarrölt með dóttur minni og konunni hennar, þær eru að fara að kaupa helling af Lindubuffum og súkkulaðihjúpuðum íslenskum lakkrís, handa fjölskyldu og vinum í Svíþjóð. Ég er búin að vera að vinna að útrásarverkefni fyrir sælgætisfyrirtækið Lindu undanfarin ár, í sjálfboðavinnu, með því að senda þeirra séríslensku afurðir til Svíþjóðar. Fjölskylda tengdadótturinnar er löngu fallin fyrir buffunum og vinnufélagar dóttur minnar, á sænska sósíalnum eru óðir í lakkrísinn. Stelpurnar mínar eru svo að fljúga suður í kvöld og út á morgun... snökt... Fyrir utan röltið og flugvallarferðina, ætla ég að gera svo mikið sem helst alls ekki neitt þennan daginn, enda hef ég enga eirð í mér til þess, ég hata kveðjustundir og það er náttulega ein svoleiðis í uppsiglinguCrying En, annað kvöld erum við spúsi að fara í leikhús, til að sjá Óvitana í boði dóttur hans og tengdasonar, alltaf gaman að fara í leikhús. Svo er annað leikrit sem við ætlum að sjá eftir áramótin og þó ég ætti að bjarga með því lífinu, þá get ég bara alls ekki munað hvað það heitir. Ég sá þetta sama leikrit fyrir agalega mörgum árum síðan, þegar Leikfélag Reykjavíkur kom með það hingað norður. Það var í það skiptið sem ég féll svo gjörsamlega kylliflöt fyrir snillingnum honum Gísla Halldórssyni, að ég hef ekki náð mér af því, enn þann dag í dag. Sum nöfn man ég, en önnur bara alls ekki og ég lýsi hér með eftir nafninu á fja... ég meina, blessað leikritið ! Gangið glöð inn í fínan fimmtudag, þriðja í jólum og verið dugleg í vinnunniSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu dagsins, og nú langar mig í Lindubuff.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 07:57

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Lindubuff mmmmmmmmmmUss ég er að vinna

Birna Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 08:30

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Elskurnar mínar ég mundi senda ykkur Lindubuff... ef ég tímdi því Ég hef svo líka hlerað að önnur ykkar eigi alls ekki að borða nammi og það er ekki Birna

Birna mín þú ert alki í öðru veldi

Jónína Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 08:38

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góóóð

Birna Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 08:50

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ótrúlega vont að muna ekki svona nöfn, kemst ekki ró í beinin fyrr en það er í höfn! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2007 kl. 15:35

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Algerlega óþolandi þegar þetta dettur svona út, en það kom smálíf í grautinn sem er í höfðinu á mér, nóg til að fatta að fara bara inná heimasíðu L A og gá og þar stóð það skýrum stöfum : Fló á skinni !

Jónína Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 15:48

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það var yndislegt leikrit,verður flott fyrir þig að sjá það aftur

Birna Dúadóttir, 28.12.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband