... og er þess vegna alltaf bara heima á Gamlárskvöld, að lesa eða horfa á sjónvarpið....
Alls konar auglýsingar um allar mögulegar tegundir af skemmtunum um áramót, hafa einhvernvegin aldrei náð til mín. Og að halda áramótapartý er eitthvað sem ég hef aldrei nennt að gera, fólk sem ég þekki má alveg koma hingað á Gamlárskvöld og það má líka alveg sleppa því, frjálst val
Um síðustu áramót var ég á hækjum, þar áður var ég með gifsi á hægri handlegg, núna er ég að vinna eitthvað fram á kvöldið.... hljómar leiðinlega, en ég er samt ekkert viss um að það verði neitt leiðinlegt. Ekki nenni ég fyrir mitt litla líf að skjóta upp flugeldum og tími þar að auki ekki að kaupa neitt svoleiðis, þó hjálparsveitirnar missi þá af því framlagi mínu. Annars skil ég ekki þennan gassagang í fólki að vera að setja út á, þó að einhverjir aðrir en hjálparsveitirnar fái að selja flugelda, las blogg hjá manni sem varð hreinlega óglatt að lesa auglýsingu frá einstaklingi sem auglýsti flugeldasölu... æ æ... Er ekki bara rökrétt að þeir sem vilja styðja hjálparsveitirnar kaupa þá bara dótið hjá þeim eða er ég kannski bara svona blind eða eitthvað... Mér finnst einokun aldrei í lagi og ekkert frekar í þessum bisness en öðrum. Annars er planið fyrir þennan næstsíðasta dag ársins að eyða nokkrum, án efa bráðskemmtilegum klukkutímum, á slysadeildinni með spúsa mínum. Hann fór að finna svo mikið til í öðru hnénu á föstudagsmorguninn, kláraði samt vinnudaginn auðvitað, hvað annað og var svo slæmur í gærmorgun, að vinnu var algerlega aflýst þann daginn í "Alþjóða Kartöflusölunni Group", þar sem 50% af mannskapnum, s.s. spúsi minn, var óvinnufær. Það að hann ákveður sjálfur að fara á slysó, alveg án þess að ég þurfi að vera með haglabyssuna við hausinn á honum og hóta honum þar fyrir utan flestu illu ef hann fer ekki, þýðir bara það að hann er að steindrepast í hnénu... Gangið sem hressust inn í sælan sunnudag og hafið það sem allra best við það, sem ykkur finnst allra skemmtilegast



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er ein af þeim sem fer ekki í stemmingu eftir pöntun. Ég ákveð sjálf hvenær ég vil lyfta mér upp (sem felst nú aðallega í tónleikum og leikhúsi). Á gamló er ég heima í rólegheitunum með þeim sem mér þykir vænt um og vona til almættisins að áramótin verði slysa- og áfallalaus.
Smjúts inn í daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2007 kl. 09:53
Innilega sammála og sömuleiðis !
Jónína Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 11:09
Æts aumingja Jói,klíptu í kinnina á honum frá mér
Ég nenni engu skemmtanabrölti á gamlárskvöld.Og ef ég er ekki ein einhversstaðar,þá er ég bara inni og horfi á hina,skjóta frá sér vitið
Birna Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 11:37
Klíp hann frá þér heillin
Jamm líst vel á þannig skemmtun líka
Jónína Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 11:58
Ég er sammála Þér Jónína með flugeldasöluna. Auðvitað er frábært að styrkja þá en einokun á ekki rétt á sér og líklega samkeppnin sem gerir þá svona góða og vandvirka í þessu.
Júdas, 30.12.2007 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.