... á slysó í gær. Þegar ég var loksins búin að ákveða hvað af þessum 3 tegundum að blöðum ég vildi lesa, Mannlíf, Uppeldi eða eitthvert danskt blað, sem ég man nú ekki hvað heitir og frá hvaða ári það átti að vera, 2005 eða 2006, þá var biðtíminn búinn. Og ekki var það vegna þess að blöðin væru svo mörg.... Það var bara ekkert að gera þarna og svo tók það nú ekki langa stund fyrir röggsaman lækninn að finna út hvað var að hnénu á honum spúsa mínum og gefa út lyfseðil fyrir sýklalyfjum, sækja lyfin, moka í sig töflunum og hafa hægt um sig í nokkra daga... málið afgreitt. Nokkrir dagar hjá honum þýðir nú í mesta lagi tveir, svo hann notar þá bara þessa lögboðnu frídaga til að jafna sig og byrjar að vinna á annan í nýjári. Og þá man ég að þetta er síðasti dagurinn á árinu 2007 og á morgun er komið árið 2008, ef það skyldi nú einhver vera að velkjast í vafa um það. Fyrir mér er þetta nú að mestu bara venjulegur mánudagur, ég er að fara að vinna fram að hádegi og svo byrjar ný kvöldvinnuvika alltaf á mánudegi. Á morgun á næsta ári, verð ég að sitja í sirka klukkutíma eða tvo, við að fylla út 28-34 síðna vinnuskýrslu, sem þarf að skila helst svona nokkuð stundvíslega, klukkan 8 á miðvikudagsmorgun á næsta ári. Ég strengi aldrei áramótaheit, sé ekki tilganginn með þeim, ég mundi hvort sem er ekkert standa við þau og til hvers eru þau þá.... Hér kemur samt langflottasta áramótaheitið og alveg í mínum anda : "Ég stíg á stokk og strengi þess heit að verða hundrað ára ellegar deyja við að reyna það....." Elskurnar mínar allar, allir og öll, nú blogga ég ekkert aftur fyrr en á næsta ári og bið allar góðar vættir, guði og engla að gæta ykkar þangað til

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geturu ekki bundið Jóa svo hann sé aðeins lengur heima?
Gleðilegt ár gott fólk og góða skemmtun á næsta ári
Erna Evudóttir, 31.12.2007 kl. 12:17
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 17:11
Gleðilegt ár,mér líst afar vel á áramótaheitið þitt.Og svo er bara að binda Jóa,við rúmið,GRRR
Birna Dúadóttir, 31.12.2007 kl. 17:40
Heyrðu þú mátt leysa Jóa núna,hmm er y í leysa
Birna Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 09:39
Púki segir að það sé y í leysa og ég leysti Jóa svo vel að hann kom ekki heim fyrr en klukkan 6 í morgun
Ég verð að vera voooooða góóóóóð við hann í dag
Jónína Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 10:00
Jamm gefðu honum blóm,NOT
Birna Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.