Góðan dag og gleðilegt nýtt ár :-)

Eins og vanalega fór ég upp í gistiheimilið um miðnættið og horfði þar út um gluggann á mína einka flugeldasýningu niður á AkureyriWizardÞetta var auðvitað mjög flott eins og alltaf og ég vona sannarlega að allir hafi komist óslasaðir frá ósköpunum. Við fengum nokkur boð um að mæta í partý, en ég nennti ekki í eitt einasta, sérstaklega ekki þegar það á að fara að skella sér af stað klukkan 2 að nóttu til..... þá er löngu komið fram yfir minn háttatíma, þó svo að það séu áramót. Og þá er ég auðvitað fúl og leiðinlegur félagsskítur og svo framvegis, en það er þá bara þannig, ég met það miklu meira að vakna hress og fersk og þá líklega um svipað leiti og partíljónin eru að skrölta heim til sín. Svo skal ég alveg fara og heimsækja þetta sama fólk daginn eftir og þiggja kaffi, en þá er ég ekki jafnvelkomin Tounge Svona í alvöru talað, að sitja og hlusta á misjafnlega drukkið fólk röfla um allt og ekkert og oftar en ekki fara að rífast og vera með leiðindi og stæla, það er sko alls ekki mín hugmynd að skemmtun, ég mundi frekar horfa á eldhúsdagsumræður á Alþingi, sem mér leiðist alveg hreint svakalega að gera. Ég held ég þekki bara eina manneskju sem verður ekki leiðinleg með víni og það er besta vinkona mín, enda er hún damaHeartWink Annars er þetta fínn dagur, svona fyrir utan helv... rokið alltaf hreint.... útiseríurnar eru hreinlega foknar úr sambandi og ég fer kannski, en bara kannski út á eftir og set þær í samband aftur. Það er einhvernvegin miklu huggulegra að setjast bara með kaffibollann og bókina eftir Agatha Christie og halda áfram að reyna að komast að því með Hercule Poirot, hver myrti ræstingakonuna ! Gangið glöð inn í nýjan dag á nýju ári og þakka ykkur öllum fyrir gamla áriðSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góðan daginn,alveg sammála með partyin.Láttu mig svo vita hver myrti"hreindýrið" í bókinni.

Birna Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég skal leyfa þér að fylgjast með, það nefnilega á ekki að fara svona með "hreindýrin" við nefnilega teljumst til tegunda í útrýmingarhættu, sérstaklega þegar ég bið um frí í vinnunni

Jónína Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Góðan daginn á nýju ári, erum fleiri svona ekki gaman að fullu fólki manneskjur hérna!  Allir eiga að vera góðir við hreindýrin!

Erna Evudóttir, 1.1.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er alveg örugglega enginn vaknaður af þeim sem vildu endilega hitta mig klukkan 2 í nótt, ætti ég ekki að fara og banka uppá í nokkrum húsum og heimta kaffi

Jónína Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 12:06

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Heimta kafffi og tertur,hressilegar samræður fullar af jákvæðni,HA HA

Birna Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er svo sammála. Við fjögur í fjölskyldunni tókum því bara rólega og skáluðum í gervi kampavíni og létum það næga... við erum félagsskítar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.1.2008 kl. 13:09

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Helst tertur með þeyttum rjóma og majonesi oj...  Er nú ekki frábært að byrja nýja árið með svona pælingum, hvernig verður þá áframhaldið ?

Jónína Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 13:11

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn það er mér einskær heiður að eiga sanna félagsskíta sem ættingja, vini og bloggvini

Jónína Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 13:23

9 Smámynd: Júdas

..................ég gef mig fram í hóp félagsskíta.  Líklega gætum við þó ekki stofnað samtök því við myndum ekki mæta á stofnfundinn eða hvað.

Júdas, 1.1.2008 kl. 20:03

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hahaha það er alveg hrikalega rökrétt hjá þér

Jónína Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband