Jú, ég held það barasta....
Ég er búin að fá upp í háls af stórsteikum, sælgæti og fríum úr vinnunum, jólaseríurnar mínar gefa upp öndina hver um aðra þvera, þær sem ekki fuku um koll úti leggja bara upp laupana hérna inni, jólaskrautið orðið rykugt sökum leiti í húsmóður, sem vill ekki láta nafns síns getið, vatnið í fiskabúrinu þannig á litinn að það er orðið spurning um hvort það eru nokkrir fiskar þar...
Ég strengdi engin áramótaheit frekar en venjulega, áramótaskaupið var ekkert skemmtilegt, en mér er svo sem sama um það... þetta er bara sjónvarpsefni og það er ekki allt jafngott. Ég elska jólin og allt í kringum þau, en áramótin hafa í mínum huga yfirleitt ekkert verið neitt sérstaklega skemmtileg og voru það heldur ekkert í þetta skiptið.... Ég man í den, þegar ég var alltaf með ávísanahefti og skrifaði oftast gamla ártalið fram í ca mars á nýju ári... bara alltaf verið að breyta þessu.... !
Núna byrjar venjulega rútínan aftur og mér finnst það fínt, að vinna mig í gegnum hvern dag fyrir sig og reyna að gera eins vel og hægt er, fer ekki fram á meira af sjálfri mér og ekki af öðrum heldur, það breytist ekkert þótt það sé komið nýtt ártal. Ég get ekki grobbað mig af neinu sérstöku á gamla árinu og ætla ekkert að reyna það heldur, flest fór vel, fátt fór illa og annað sjálfsagt bara eins og það átti að fara.... Og núna er kominn nýr vinnudagur og gott að muna að skila vinnuskýrslunum fyrir desember, annars er hætta á að ég fái ekki útborgað og gamla fólkið fái ekki að borga fyrir þjónustuna og hvoru tveggja væri skandall
Mín ósk til ykkar sem álpast hér inn og lesið þetta er, að nýja árið verði miklu betra en það gamla... nú ef þið eruð ekki ánægð, reynið þá að breyta því ef það er hægt eða þá að sætta ykkur við lífið eins og það er, að öðrum kosti..... Gangið glöð og endurnærð inn í góðan dag





Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst líka bara fínt að það er kominn svona heiðarlegur miðvikudagur, er ekki annars miðvikudagur?
Erna Evudóttir, 2.1.2008 kl. 08:04
Eeeee.... jú... ég held það....
Jónína Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 08:06
Miðvikudagur held það bara,ég er amk mætt í mína fínu vinnu
Birna Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 08:58
Svo sammála þér Jónína, það er komið nóg. Er ekki mikil áramótakona heldur. Þrauka mig í gegnum þann ófögnuð (ekki alveg svona slæmt, smá skáldaleyfi hérna).
Njóttu hvunndagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2008 kl. 09:11
Ég skálaði við mig sjálfa,í maltöli.Skemmtilegustu áramót hingað til.
Birna Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 09:21
Kók læt virkar líka ágætlega, um áramót og alla aðra daga
Jónína Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 12:47
Nú læt ég vaða. Er búin að hugsa í hvert skipti sem ég sé myndina af þér að þú minnir mig svo á Dúadætur, systur sem áttu heima á Húsavík í den. Ertu skild þeim?? fyrirgefðu forvitnina. Kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 16:07
Ég svara bara fyrir hana Ninnu,jamm við erum systur þeirra Dúadætra,úr seinna hjónabandi
Birna Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 16:27
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.1.2008 kl. 16:51
Birna mín: takk fyrir það
Ásdís: þér er fullkomlega fyrirgefin forvitnin
Jónína Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 20:26
Sammála þessu með jólaskrautið. Mér finnst jafn gaman að taka það niður eins og að setja það upp. Skaupið fannst mér samt í lagi . . . en óska þér,´Jónína, farsældar á komandi ári
Fiðrildi, 3.1.2008 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.