Eitt af því sem fólki er oft ráðlagt, er að taka ekki vinnuna með sér heim..... ekki satt ? Ég tek það mjög alvarlega, enda hef ég ekkert gert hérna heima það sem af er árinu, nema alveg það allra nauðsynlegasta. Ég vinn við heimaþjónustu, hjálpa til við algengustu heimilisstörf s.s. þurrka af og ryksuga og skúra og set í þvottavél, svona svo eitthvað sé nefnt. Ekkert af þessu hef ég gert hérna heima hjá mér, það sem af er þessu ári, en ég er ennþá að sauma jóladúkinn, sem ég byrjaði á í nóvember og lofaði að yrði til fyrir jól... nefndi ég nokkuð ártal með þeim jólum ?
Ég fór til læknis í gær, vegna þess að hluti af vinstri hendinni á mér plús tveir fingur, sofnuðu með restinni af mér, fyrir rúmri viku en hafa ekkert vaknað aftur og það fer svolítið í pirrurnar á mér, sem eru þó hvorki margar né stórar. Ég vil bara láta þetta virka eins og það á að gera, en doksa fannst nú ekki ástæða til að vera að hafa áhyggjur af þessu, enda óstressaðasti maður sem ég þekki, hún mundi nú líklega vakna einhvertímann...
Ok, það er nú út af fyrir sig alltaf ágætt að fá jákvæð viðbrögð, en þar sem það kostar orðið þúsund kall að fara til læknis og ég þessi peningagrútur, þá vil ég láta eitthvað aðeins meira gerast, en bara kollkink og bros. En auðvitað fór ég, sem fatta alltaf allt eftir á og löngu seinna, bara með mína steinsofandi hendi og aulabros á andlitinu út frá lækninum, þúsundkalli fátækari.... æi, hvað það er nú alltaf gaman að hitta jákvætt fólk.....
Það er kominn föstudagur og mér finnst það fínt, ég er ekki í nokkru stuði til að gera neitt og er búin að komast að því að banamein mitt verður leti
Gangið glöð inn í góðan dag og verið góð, betri og best við allt og alla





Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.1.2008 kl. 11:42
Verður læknirinn ekki að skilgreina hvað kollkinkið kostar og hvað brosið kostar úr því það var samtals 1000kr, bara svona lögum samkvæmt.
Ekki vantar samt jákvæðnina
Júdas, 5.1.2008 kl. 00:07
Látin er á eitthundraðasta og fimmta aldursári kona hér í bæ,hún dó úr leti
Birna Dúadóttir, 5.1.2008 kl. 01:18
Þið eruð krútt og farið allt of seint að sofa
Jónína Dúadóttir, 5.1.2008 kl. 06:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.