Það er svo margt skrítið í kýrhausnum :-)

Í fréttum er þetta helst í morgunsárið, að hermaður var rekinn úr þýska hernum af því að hún fór í brjóstastækkun. Og ástæðan sem gefin upp er í raun stórkostleg : "það er aukin hætta á meiðslum" ! Ég er að reyna að sjá fyrir mér, hvernig konan getur mögulega slasað einhvern með brjóstunum á sér, gæti hún rotað einhvern með þeim á æfingum eða yrðu ef til vill fleiri árekstrar á svæðinu af því að allir eru að góna á brjóstin á henni ? Fengi hún nú heiðursmerki, væri þá hætta á að það stingi augun úr einhverjum ? Ætli sú staðreynd að hún vill fá að vinna sem herlæknir hafi kannski eitthvað með þetta að gera, brjóstin svo stór að það er hætta á að hún sjái ekki fram fyrir þau og skeri fingur af við öxl eða..... 

Það eru tveir karakterar svolítið til umræðu þessa dagana og mér finnst þeir báðir frekar skringilegir. Annar er leikhúsgagnrýnandi og heitir Jón Viðar, maður sem ég hélt alltaf að væri bara leikin persóna, svona eins og Silvía Nótt. En hann er til í alvöru og hefur svo sterkar skoðanir á leikhúsum og öllu sem tengist þeim og getur ekki setið á sér að moka yfir liðið, öllu sem honum dettur í hug, að hann er ekkert á frumsýningavinalistanum lengur. Það sem ég hef lesið eftir hann er stundum svo dónalegt að mér finnst það ekkert hafa með gagnrýni að gera, frekar einhverskonar vanlíðan og geðvonsku. Skyldi einhver ímynda sér að það sé hægt að þagga niður í honum, með því að neita að gefa honum miða í leikhúsið. Verður hann ekki bara ennþá fúlli af því að hann þarf að borga sig inn ?

Hinn karakterinn heitir Ástþór og hann ætlar enn einu sinni að bjóða sig fram til forseta Íslands..... Æi, af hverju er hann að þessu ? Er fattarinn í honum alls ekki í lagi ? Eða á hann bara svo mikið af peningum, að hann veit ekki hvað annað hann getur gert við þá ? Ég get gefið honum margar hugmyndir um hvar peningarnir hans kæmu sér betur en í enn einu vonlausu forsetaframboðinu. Annars er honum alveg frjálst að bjóða sig fram, en ég vil fá að sjá að það þurfi fleiri til að skrifa undir hjá fólki sem vill fara í forsetaframboð, svo það sé þá eitthvað að marka.... kannski 5000 en ekki bara 1500 hundruð. Ég gæti örugglega fengið 1500 manns til að skrifa á svona lista hjá mér, mundi kannski nota sömu aðferðina og þegar ég var að koma gamla bílnum mínum gegnum skoðun hérna á árum áður !

Jæja eldsnemmaálaugardagsmorgnihugvekjan mín er búin, enda kominn tími á það, ef þið eruð ekki bara löngu hætt að lesa þegar hér er komið sögu.... Gangið glöð og hress inn í daginn og hafið það sem allra best Smile   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Er ekki kominn tími til að fatta að það vill enginn að hann verði forseti, nema þá hann sjálfur?En þetta er kannski bara svona hobbý hjá honum, hann er kannski ekkert í golfinu

Erna Evudóttir, 5.1.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ástþór er svona maður sem heldur uppi húmor þjóðarinnar,alveg nauðsynlegt hverri þjóð að eiga einn svona.Ég spái því að þetta verði spennandi,ef hann býður sig fram.Ólafur rétt nær að merja þetta á lokasprettinum.Og þá getur Ástþór snúið sér að golfinu

Birna Dúadóttir, 5.1.2008 kl. 10:49

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2008 kl. 12:38

4 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

hæ hæ bara að kvitta

Sigurður Hólmar Karlsson, 5.1.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Gleðilegt ár....Ég tel mig vera alveg ágætlega mikið fyrir húmor....en ég sé ekki neitt sem heitir húmor þegar minnst er á Ástþór.

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.1.2008 kl. 13:57

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Verð að vera sammála þér þar... ég fæ eiginlega bara hroll....

Jónína Dúadóttir, 5.1.2008 kl. 14:04

7 Smámynd: Júdas

Jón Viðar er hefur klárlega orðið fyrir einhverju í bernsku því reiðin og ríkjandi þörf fyrir að ata menn aur er undarleg og á ekkert skylt við fagmennsku.   Getur verið að hann sé sonur djöfulsins?

 Lög verður hinsvegar að setja á svona menn eins og Ástþór og spurning um að setja hann i lygamælingu til að kanna trú hans á sjálfum sér.

Júdas, 6.1.2008 kl. 20:16

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdas kemur sterkur inn

Jónína Dúadóttir, 7.1.2008 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband