... og undirstrika, að það sem ég vil ekki láta gera mér, það geri ég ekki öðrum.... það sem ég vil ekki láta segja við mig, segi ég ekki við aðra og ef ég vil ekki láta tala um það sem ég geri, þá er gott ráð að gera það þá bara alls ekki...... bara svona að minna mig á og það er öllum öðrum algerlega frjálst að nota þetta líka
Í dag, hefði pabbi orðið 85 ára ef ég kann að reikna, til hamingju pabbi minn Hann er að vísu ekki viðstaddur í eigin persónu, dó fyrir rétt rúmum 7 árum síðan. Og ef hann væri viðstaddur, þá mundi hann ábyggilega segja, að hann kærði sig ekkert um neitt "vesen", en það hefði nú örugglega samt orðið eitthvað smá "vesen" í kringum það. Hann eignaðist 9 börn og var svo almennilegur að leggja það ekki allt saman bara á eina konu, hann var tvíkvæntur og báðar konurnar enn á lífi. Árnína, Björk
, Björn, Auður, Helga, Róbert, Birna og Erna, til hamingju með pabba okkar
Það rignir og ég er ekki að fara út að taka niður seríur og er ekkert ennþá orðin alveg brjáluð á jólaskrautinu, en fer að tína það smám saman niður í kassa næstu daga. Ég er lengi að koma því upp, ennþá lengur að taka það niður. En jólin voru eins yndisleg og hægt var að hafa þau, ég fékk bestu jólagjöfina sem ég get hugsanlega fengið, en það er að hafa öll börnin mín hjá mér. Í byrjun júní erum við, strákarnir mínir tveir, tengdadóttir og barnabarn, að fara til Gautaborgar til að vera viðstödd þegar hún dóttir mín útskrifast sem félagsráðgjafi ! Verkefni þessa fína sunnudags eru aðallega tvö, fara með kerti á leiðið hans pabba frá okkur öllum og vinna svo smá í kvöld. Gangið glöð inn í fyrsta daginn af öllum þeim dögum, sem þið eigið eftir ólifaða og verið ofsalega góð við hvort annað
Flokkur: Bloggar | 6.1.2008 | 09:25 (breytt kl. 09:31) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir, kveiki á kerti hérna hjá mér líka
Erna Evudóttir, 6.1.2008 kl. 11:39
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.1.2008 kl. 11:50
Til hamingju sömuleiðis Ninna mín. Þú manst kannski eftir því þegar "sá gamli" faldi sig út í sveit hjá þér á einu stórafmæli sínu og vinir hans "skátarnir" höfðu upp á honum og gerðu innrás í sveitina, fældust ekki hestarnir ykkar út um allt!! Hann var víst ekki yfir sig ánægður en örugglega undir niðri glaður með að eiga svona marga vini!
Knús og kossar Auja sys
Auja (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:47
Ég var boðin í mat til afmælisbarnsins
Reyndar þess sem ég átti á þessum degi fyrir 24 árum síðan.Og hann er sprellifandi og kátur.Knús
Birna Dúadóttir, 7.1.2008 kl. 00:21
Til haminju med Dúa.Tad var oft trøngt í jeppanum i gamla daga er vid krakkarnir úr gilinu fengum ad fljóta med upp í barnaskóla.Dúi tengist mørgum æskuminningum minum og einnig sídar er ég vann í sjallanum og hann var víneftirlitsfulltrúi.Tad var stutt í grínid hjá honum og á ég gódar minningar um hann.Blessud sé minning hans....
Mæja fyrverandi gilbúi.
Mæja æskuvinkona (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:16
Takk Mæja mín gamla vinkona
Jónína Dúadóttir, 7.1.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.