Æðruleysisbænin er ekkert bara....

... fyrir alkóhólista ! Hún er fyrir þig og mig og alla sem vilja tileinka sér þær einföldu, en samt auðvitað í mörgum tilvikum erfiðu leiðbeiningar, sem hún felur í sér.  Ég var spurð að því í vinnunni um daginn hálfbeiskjulega, af hverju ég virtist alltaf vera svona sátt við lífið og tilveruna, spyrillinn er 69 ára andlega heilbrigður einstaklingur, vel menntaður, mjög vel stæður og hefur alla möguleika til að lifa lífinu, þó að það sé hjólastóll í staðinn fyrir fætur. Ég sagði bara að hver yrði nú að liggja eins og hann hefði um sig búið og til dæmis, notaði ég Æðruleysisbænina, hún hjálpaði líka. "Jæja ertu svona drykkfelld" ? Ekki vildi ég nú segja það og spurði til baka hvort viðkomandi hefði ekkert fræðst um ævina, í lífinu og í öllum þessum skólum ? Ó jú jú, viðkomandi vissi vel að þessi bæn er bara fyrir fyllibyttur...... Jamm og jæja og þú ert asni..... ég sagði það ekki.... hugsaði það bara, ég er ekki bara vel upp alin, ég er líka á býsna háu kaupi við að hlusta á svona bull, án þess að hella mér alveg yfir liðiðWink  Nennti ekkert að þrasa mikið, fyrst þetta gat farið svona algerlega fram hjá viðkomandi alla ævina, þá sá ég ekki ástæðu til að sólunda mínum dýrmæta tíma í útskýringar. En fegin er ég, að hafa ekki þurft á andlegri sérfræðingshjálp viðkomandi að halda, á meðan hann var starfandi, er ekki viss um að það hefði komið mikið gott út úr þvi Tounge  En öll mín samúð er hjá þessum beiska einstaklingi... alveg í 2 mínútur, ég er nú ekki betri manneskja en það... Ég elska aðra hverja viku og ein þeirra er einmitt að byrja núna, það er engin kvöldvinna ! Mér finnst samt kvöldvinnan skemmtileg, en maður þarf líka stundum að hvíla sig á gamninu. Gangið glöð og reif inn í þennan góða dag, varið ykkur á beiskjunni, notið stefnuljósin og fylgist vel með hraðamælinum í bílnum ykkar, þ.e.a.s. á keyrsluSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æðruleysisbænin er öllum góð,sem hana vilja.Börnin mín kunna hana og nota.Og þau eru ekki fyllibyttur

Birna Dúadóttir, 7.1.2008 kl. 09:41

3 Smámynd: Júdas

Falleg bæn..............

Júdas, 7.1.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Besta bænin, nota hana oft á dag

Erna Evudóttir, 8.1.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband