Ég er stundum kölluð feministi...

... og þá sem hálfgert skammaryrði, frá karlkyninu. Ég tek því samt ekki þannig, auðvitað hlýt ég að vera feministi, ef feminismi felur það í sér að ég vil ekki láta troða á mér og tala niður til mín, bara af því að ég er kona. Og ég kæri mig ekki heldur um að láta hampa mér neitt umfram aðra, bara af því að ég er kona, nema þá af spúsa mínum en það er ekki til umræðu hér. Og að reyna að telja mér trú um, að ég þyrfti t.d. eitthvað frekar að laga til bara af því að ég var stelpa, fór alveg óendanlega í mínar fínustu í den. Strákar voru sko líka með hendur sem alveg var hægt að nota til ýmissa hluta, eins og til dæmis að drullast bara til að laga sjálfir til í sínum eigin herbergjumPinch Mér fannst það líka alltaf ferlega fúlt að bróðir okkar fékk svo ótalmargt, bara af því að hann var strákur. Hann fékk að prófa allar vélar og tæki langt á undan okkur systrunum, hann fékk fótstiginn bíl strax sem örverpi, hann fékk hjól langt fyrir aldur fram, hann þurfti ekki að ganga í pilsi, hann mátti vera skítugur og allt þetta bara af því að hann var strákur.... ekki fyndið ! W00t Hann hafði sko ekkert fram yfir mig og ég var meira að segja 2 árum eldri ! Kjólar og pils voru að því að mér fannst þá, hálfgerð hegning fyrir þá sök eina, að ég var stelpa. Samt hefur mig aldrei langað til að vera karlmaður, langt í frá, ég vildi bara ekki þá og vil ekki enn þann dag í dag, láta mismuna mér á þeim forsendum einum, að ég er ekki með typpi. Sumt geri ég betur en karlmaður, sumt gera karlmenn betur en ég, það er deginum ljósara, en að reyna að halda því fram að annað kynið sé eitthvað betra en hitt, getur bara á engan hátt talist rökrétt. Ekki kæri ég mig t.d. um að láta troða mér einhversstaðar inn, bara af því að ég er kona og það vantar konu til að fylla upp í einhvern kynjakvóta, það fyndist mér hrikalega niðurlægjandi. Ég væri þar þá ekki vegna þess að ég væri að sækjast eftir því, heldur einungis vegna þess, að fyrir tilviljun var ég stelpa þegar ég fæddist, en ekki strákur og það eiga að vera þetta margar stelpur þarna, bara af því að einhver lög segja til um það. Ef það væru nú einhverjir karlmenn í vinnunni minni, sem er bara því miður ekki.... og einhverjum dytti virkilega í hug, að þeir ættu að fá meira kaup fyrir sömu vinnu og ég, líklega bara út á typpið á sér, þá mundi ég aldrei sætta mig við það og mundi svo sannarlega gera eitthvað í þvíDevil  En ég mundi ekki heldur sætta mig við að þeir hefðu minna kaup fyrir sömu vinnu og ég, af því að hjá mér virkar þetta algerlega í báðar áttir og er þá kannski frekar jafnrétti en feminismi eða bara bæði..... Gangið kát og hress inn í þennan ágæta þriðjudag, ég ætla að fara að taka jólaljósin úr sambandi Smile  Púkinn hérna samþykkir ekki orðin feministi og feminismi..... skamm PúkiTounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 8.1.2008 kl. 08:40

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Púkinn er ekki femínisti! En það er ég aftur á móti eða bara kannski jafnréttisisti, allir eiga að fá sama séns, konur, menn, svartir, hvítir, gulir eða rauðir

Erna Evudóttir, 8.1.2008 kl. 09:04

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nákvæmlega jafnréttisfeministi

Jónína Dúadóttir, 8.1.2008 kl. 09:08

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta er ofsalega einfalt stelpur mínar og Gunnar,við erum konur og þar af leiðandi getum við allt.

Birna Dúadóttir, 8.1.2008 kl. 11:31

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég held ennþá að hann bróðir okkar hefði haft rosalega gott af því að ganga í kjól,svona amk á sunnudögum

Birna Dúadóttir, 8.1.2008 kl. 11:33

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einu sinni ruglaði amma J. merkimiðum á jólagjöfum okkar Robba, hann fékk náttkjólinn minn og ég albúmið hans. Ég gerði það bara fyrir mömmu og af því að ég var fárveik á sjúkrahúsinu, að skipta við hann

Jónína Dúadóttir, 8.1.2008 kl. 12:21

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Man eftir þessu með náttkjólinn, hann fór honum rosalega vel

Erna Evudóttir, 9.1.2008 kl. 06:37

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm voða krútt,soldið síður á hann samt

Birna Dúadóttir, 9.1.2008 kl. 08:12

10 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Júlíus Garðar Júlíusson, 9.1.2008 kl. 13:16

11 Smámynd: Fiðrildi

Alveg er ég sammála þér þar ;)

Fiðrildi, 9.1.2008 kl. 14:41

12 Smámynd: Júdas

Ég er líklega sammála þér líka en mig langar samt ekki til að vera það og vildi gjarnan hafa einhverjar niðurlægjandi skoðanir á þessu..............en  ég sakna þess líklega bara að kona sé reið við mig................því reið kona hlýtur að vera betri en engin.

Júdas, 9.1.2008 kl. 18:02

13 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sé Robba í anda í kjólnum - Góður pistill sem endranær og gleðilegt árið!

Kveðja í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 9.1.2008 kl. 21:45

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sé hann líka í huganum... því miður

Takk Steini og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 10.1.2008 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband