Mig langar alveg til að rífast yfir einhverju...

... en ég hef bara hvorki sál né nennu í það og finn í raun heldur ekkert sérstakt til að rífast út af, nema kannski mannvonsku, ósanngirni, kattahárum, siðblindu, glæpum, leti, stjörnustælum, snjó, rasisma, framhjáhöldum, óhreinum þvotti, trúboðum, fíkniefnum, hraðakstri, heimilisstörfum, dónaskap, bakverkjum og kynjamisrétti, annað væri það nú svo sem ekki... Það er alveg hægt að gefa þessu ástandi mínu eitthvert nafn eins og t.d. hugmyndafræðileg stífla, skammdegisandleysi, sálaröldrun, hugsanaskortur..... Þetta síðasta er nú ekki alveg rétt, það flögrar alltaf eitthvað um hugann, sem betur fer. En mér finnst ekki nóg að dunda mér bara við að finna hin og þessi nöfn yfir "ástönd" mín, ég verð alltaf að finna út af hverju mér líður svona eða hinsegin, núna get ég sett þessa andlegu eyðimörk mína á bakverkinn, sem ég finn fyrir og töflurnar sem ég ét við honum, geri það hér með og nenni svo ekki að skrifa meira um hann. Og annað slagið finnst mér nú líka bara fínt að láta aðra um að rífast og það eru líka alltaf nógir til þess. Ég skil samt ekki alltaf hvernig fólk getur verið að rífa kjaft út af einhverju ferlega ómerkilegu, sem mér finnst engu máli skipta fyrir almannaheill eða lífshamingjuna, fótbolta eða hvað einhver trúir eða trúir ekki á svo dæmi séu tekin, kannski er það bara til að rífast. Eitthvað svona eins og að tala bara til að heyra sína eigin rödd eða ég skrifa bara til að geta lesið mín eigin skrif..... Kannski er ég að gera það núna og kannski er bara eftir allt saman enginn tilgangur með neinu af þessu. Nei nei, það mega allir rífa sig oní rassg.... mín vegna, stundum hef ég bara gaman af því, þó ég  nenni yfirleitt ekki að taka þátt og ég þarf þess heldur ekkert ef mig langar ekki til þess. Ég hef heldur ekki skoðanir á öllu, hef aldrei haft þörf fyrir það, en þær skoðanir sem ég hef komast oftast nær vel til skila. Gangið glöð inn í góðan dag og munið að brosa og þá alveg sérstaklega til þeirra sem eiga það ekki skilið, þar er þörfin mestSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jebbs

Jónína Dúadóttir, 10.1.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Þetta er auðvitað tómt kjaftæði hjá ykkur en hinsvegar er manni meira sama um geðillsku náungans(brosleysi heimsins) ef maður er duglegur við að brosa sjálfur... og það kostar jú ekkert að brosa... En þegar þessi heimspeki virkar er jú í mesta lagi górnin sú að það springi útúr einu og einu munnviki þegar taka sig upp löngu aflagðar brosviprur hjá þeim allra eðlisneikvæðustu

Kveðja í Heiðardalinn og takk fyrir allar brosástæðurnar

Þorsteinn Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 15:22

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

amm... górn... þetta hlýtur að vera Sunnlenska útgáfan af FÓRN

Þorsteinn Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband