..... en samt ekki nógu oft, í "Áhugaverðasti bloggvinur mánaðarins" kosningunni, hjá honum Gunnari bloggvini mínum. Mér fannst það svo asnalegt og það voru líka svo margir aðrir sem mér fannst miklu skemmtilegri, gáfaðri, ferskari og hugmyndaríkari en ég. Samt sem áður var ég kosin áhugaverðasti bloggvinur eins mánaðar og ég er svakalega upp með mér af því En þá var ég að vísu svo hundheppin að það var verið að kjósa um tvo mánuði..... Svo er líka nýyfirstaðin kosning um "Áhugaverðasta bloggvin ársins" og þegar ég kíkti síðast, þá var sannarlega sú verðugasta með flest atkvæðin, en til að særa nú engan, þá ætla ég ekkert að segja neinum frá því, að ég kaus hana oftast
Ég byrjaði að skrifa blogg út úr hreinum leiðindum, fyrir akkúrat ári síðan. Þá var ég á hækjum og sá fram á að það yrði mitt banamein að geta lítið gert og komast ekki spönn úr rassi, nema í fylgd með fullorðnum og þá yfirleitt ekki þegar mig langar sem mest til að gera eitthvað, en það er sem sé á morgnana. Ég var þá fyrst á blog.central.is en færði mig svo hingað af því að systur mínar sögðu mér að gera það !
Og ég sé sko alls ekkert eftir því, enda er þetta kerfi hérna miklu einfaldara en hitt og hér er til dæmis hægt að eiga bloggvini, sem mér finnst svo frábært. Ég fæ yfirleitt ekki margar heimsóknir á hverjum degi en ég er mjög sátt við þær sem ég fæ. En ég veit alveg hvernig ég gæti aukið þær til muna, safna t.d. bloggvinum í haugum, blogga á fullu um fréttir og svo auðvitað allt kynlífstengt voða vinsælt, en ég er ekki í þeirri deild, ekki minn stíll
Njótið þessa fína laugardags í botn og takk fyrir allar heimsóknir
Púkinn hérna vill ekki samþykkja orðið : sem
Flokkur: Bloggar | 12.1.2008 | 08:42 (breytt kl. 08:46) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að þú hlustaðir á systur þínar, þær vita betur
Erna Evudóttir, 12.1.2008 kl. 09:27
Eg les flest ad tví sem tú hefur bloggad og finnst mér tú bera af flestum bloggurum.Eg er bara ekki dugleg ad kvitta
fyrir,tó oft sé ég sammála tví sem tú ert ad blogga um.
Haltu endilega áfram.
Kvedja frá Dk
Mæja(innbæingur) (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 09:53
Erna, hvenær hef ég ekki hlustað á ykkur ?
Mæja mín, það er alltaf gaman svo þegar þú skrifar hérna og takk
Jónína Dúadóttir, 12.1.2008 kl. 11:42
... svo gaman...
Jónína Dúadóttir, 12.1.2008 kl. 11:44
Ég er ánægður yfir að þú byrjaðir að blogga. Ég hef lesið, að ég held, allar færslur sem þú hefur skrifað og þú ert frábær penni.

(Erna mér finnst líka gaman að lesa það sem þú skrifar... færðu örina yfir smile kallinn)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.1.2008 kl. 13:06
Gunnar þú ert snillingur, I do trust you osv....


Erna Evudóttir, 12.1.2008 kl. 13:51
... and I kvnow you know what you´re doing
Jónína Dúadóttir, 12.1.2008 kl. 15:16
Mér hlýtur nú að finnst þú æðisleg því þú varst fyrsti bloggvinur minn og svei mér þá ef ekki sá eini sem nennir að commenta hjá mér.
Þú ert góð kona!!
Júdas, 12.1.2008 kl. 18:12
Púkinn neitar líka að samþykja orðið: afaverju....
afhverju veit ég ekki... en ég nota þetta orð alveg gríðarlega mikið
Signý, 12.1.2008 kl. 19:20
Ja einhverra hluta vegna er þitt blogg eina bloggið sem ég les alltaf. Kannski er það vegna þess að atvinnu "knús og kossa liðið" er ekki að drekkja því... en fyrst og fremst finnst mér yndislegt að fylgjast mér því hvernig þú hugsar og kemur því frá þér. Bara flott!
Kveðja í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 17:52
Takk Steini, þetta þótti mér vænt um
Jónína Dúadóttir, 13.1.2008 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.