Vitið þið að sólin er að hækka á lofti ? Það er alveg sama þó það gerist alltaf á þessum tíma á hverju ári, allavega þau ár sem ég er búin að lifa, ég verð alltaf jafn glöð og líka eins og svolítið hissa... eins þegar vorið kemur... loksins og þegar jólin koma.... enn einu sinni. Hljómar grunsamlega líkt því að ég hafi gullfiskaminni.....
Miðjudóttursonur spúsa míns, 6 ára snillingur, sagði mér um daginn alveg í óspurðum fréttum, að ég væri viljandi að reyna að drepa gullfiskana mína.... ég yrði strax að fá mér annað búr, svona "með hliðum". Hann hafði nefnilega heyrt að þegar þeir þyrftu að synda svona alltaf í "hringlóttu vatni" mundu þeir deyja !
Úbbasía... gullfiskamorðinginn ógurlegi, það er ég og hef ekkert hugsað mér að láta af þeirri iðju, mér finnst kúlulaga fiskabúrin flottari og ef ég fengi mér svona búr "með hliðum" yrði það að vera svo stórt, svo mér fyndist það flott og ég tími ekki plássinu hérna í það. Og fiskarnir eru bara tveir....
Eldri sonur minn, kona og dóttir eru farin til Sviss í mánuð, tengdadóttir mín er þaðan. Ég kem til með að sakna þeirra, en samt er sú tilfinning yfirsterkari að ég vorkenni foreldrum hennar alveg svakalega, að geta ekki fengið að sjá einu dóttur sína og eina barnabarnið, nema nokkrum sinnum á ári. Á meðan hef ég alla möguleika á að hitta þær hvenær sem mér sýnist, nema þá nokkrum sinnum á ári þegar þau eru úti. Ég er hrikalega ánægð með að þau skyldu ákveða að búa á Íslandi en ekki Sviss... svona nú, þá vitið allt um það hvað ég er eigingjörn
Fyrirsögnin hérna á ekkert skylt við innihald bullsins, mér bara datt þetta í hug.... Njótið þessa fína sunnudags og klæðið ykkur vel þegar þið farið út, það er frost





Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er sól þú þarna gullfiskamorðingi, þú færð þér náttúrulega almennilegt búr og hefur það á borðstofuborðinu þínu, þar er pláss
Á mínu heimili er farið í kirkju í dag, að vísu á svona sænska útgáfu af jólaballi en kirkjuferð samt
Erna Evudóttir, 13.1.2008 kl. 09:47
Gleðilegan sunnudag, ... ég er í svipaðri stöðu á tvo erlenda tengdasyni, önnur dóttirin býr hér en hin erlendis, vildi hafa þær báðar hér!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.1.2008 kl. 09:48
Móðir mín býr í Danmörku og Pabbi á Íslandi... Ég skil hvað þú att við.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 12:46
Jamm, mér finnst líka alveg nóg að Kata, dóttir mín býr í Svíþjóð og er sko ekkert á heimleið
Jónína Dúadóttir, 13.1.2008 kl. 13:50
Ég er svo heppin að hafa öll börnin mín á sama stað.Ætli ég verði ekki fyrst til að flytja burt.Ég er alveg sammála barninu.Fiskarnir þurfa að hafa hliðar,svo synda þeir á fullri ferð á aðra hliðina,úbbs,ég klessti á.Svo synda þeir til baka,úbbs ég klessti á.Endurtakist allan daginn,aftur og aftur,Þetta er sældarlíf
Birna Dúadóttir, 13.1.2008 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.