Þá hætti ég nú að blogga....

...þið skiljið það alveg, er það ekki ? Ég er nefnilega alveg að verða milljónamæringur og þá fer ég nú ekkert að leggja mig niður við ókeypis skemmtanir venjulegs alþýðufólks. Ég fékk nefnilega póst núna í morgunsárið frá kærum vini mínum í Nígeríu, þar sem hann tjáir mér það að peningarnir fyrir þennan dýrindis panil... ? eða kannski var það eitthvað allt annað skildi það ekki alveg, sem ég sendi honum séu nú loksins á leiðinni til mín. Hjúkket.. loksins... Næstum því milli eins og ég, á auðvitað enga ómerkilega vini, þessi er til dæmis, nánasti aðstoðarmaður sjálfs forsetans í Nígeríu. Öll upphæðin, sem ég man ekki alveg hver er, enda skipta fáeinar milljónir til eða frá engu fyrir svona næstum því milla eins og mig, kemur til landsins í tveimur svörtum innsigluðum boxum, í öruggri fylgd sérlegra sendiboða frá nígerísku leyniþjónustunni og þeim hefur verið sagt að í boxunum séu alveg ofsalega leynilegar myndir og filmur, sem ég þarf mjög nauðsynlega að fá. Það er örugglega til þess að þeir steli ekki öllum peningunum mínum, sem ég er auðvitað búin að bíða eftir síðan ég sendi þennan dýrindis panil... ?  með Eimskipafélaginu.... ég man samt ekki alveg hvenær það var. Núna þarf ég bara að senda þessum kæra vini mínum, vegabréfið mitt og/eða ökuskírteinið og smá svona upplýsingar um alla reikningana mína og símanúmer og heimilisfang og þið vitið allt svona, sem við næstum því millarnir þurfum nú að fást við í okkar daglegu viðskiptum. Æi nú man ég, ég gleymdi alveg að svara honum..... og held að ég hafi meira að segja gjörsamlega dauðóvart eytt póstinum frá honum... Úpps en ég hlýt að geta sent þetta bara til forsetans ha ? Njótið dagsins elskurnar, næstum því millinn ég, er farin á pósthúsiðSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Segi það aftur, Ninna alltaf í gróða

Erna Evudóttir, 14.1.2008 kl. 06:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ójá

Jónína Dúadóttir, 14.1.2008 kl. 07:06

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á líka svona vin og ég held að ég hafi fleygt því "óvart" fyrir skömmu.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2008 kl. 07:37

4 Smámynd: Júdas

Voðalegt kæruleysi er þetta.   Auðvitað sendir þú manninum þessar málamyndaupplýsingar og verður ein af Auðkonum Íslands.......

Yrðir líka eini bloggvinur minn sem værir auðkona.

Júdas, 14.1.2008 kl. 07:52

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdas minn, ég skal sannarlega gera mitt besta... ég er bara svo svakalega misheppnuð í öllum svona viðskiptum... Og greinilega kærulaus gagnvart "vinum" mínum líka, bara rétt eins og Gunnar... eyddum bæði póstinum.... ! Það er þetta þarna "detturstundumalvegdauðóvartúrmérgenið"sem hefur svo oft gert usla í lífi mínu......

Jónína Dúadóttir, 14.1.2008 kl. 08:11

6 Smámynd: Björn Finnbogason

fékk svona póst fyrir e-m áratug-um síðan.  Flott frímerki á umslaginu man ég.  Á þau nú sennilega ennþá ef.....neineinei þú ert gift manneskja.  En nú veistu allavega hvernig er að tapa hugsanlega miklu á skömmum tíma-ha.

Björn Finnbogason, 14.1.2008 kl. 13:51

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Varstu að hugsa um frímerkjasafnið þitt ? Áttu ekki líka strauborð með nýju munstri ? Spurðu Birnu út í það ? Ég hef fengið alls konar svona póst á netinu eftir að ég opnaði gistheimilið fyrir 6 árum, en þessi er einna kjánalegastur

Jónína Dúadóttir, 14.1.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband