"Fyrirgefðu að ég skuli trufla þig í vinnunni...

... en ekki gætir þú aðstoðað mig aðeins" ?!? Þetta sagði skepnan ég, við afgreiðslumann í stórri byggingavöruverslun hér í Slooooow Town.... Svarið sem ég fékk var dásamlegt eða þannig : "Heyrðu ekkert mál, get ég kannski hjálpað þér eitthvað ?" Nei nei kallinn minn alls ekki, mig langaði bara að fá að vera með í samræðum ykkar sem vinnið hérna, á meðan viðskiptavinirnir ráfa um og finna ekkert, af því að þeir kunna ekki við að trufla ykkur....... í vinnunni ykkar ! Sko þetta hefði ég átt að segja, en af því að ég fatta alltaf allt löngu seinna, þá sagði ég þetta við mælaborðið í bílnum mínum þegar ég var komin út aftur. Mér finnst líka frábært þegar ég hringi á pizzustað og fæ þessa spurningu: "Get ég hjálpað þér með eitthvað ?" Ha, mér, nei nei mig langaði bara aðeins að spjalla ! Halló til hvers hringi ég á pizzustað ? Ætli það sé til að panta pizzu ? Eða biðja kannski viðkomandi að ryksuga fyrir mig ? Þegar ég var svolítið yngri en ég er í dag, ca 16 ára, þá vann ég í kjörbúðinni á Byggðaveginum og þar var okkur kennt að viðskiptavinurinn hefði alltaf rétt fyrir sér. Ég verð nú að segja að mér fannst það svona einum of sko, en okkur var líka uppálagt að vera mjög kurteis og brosa alveg út á plan, hringinn í kringum búðina og til baka, til þess að viðskiptavinunum fyndist þeir velkomnir. Ég vann í kjötborðinu og við þurftum að vita hvað allt hét og kostaði og helst að geta svarað öllu sem kúnninn spurði um og ef við vissum það ekki, fórum við og spurðum einhvern sem vissi það. Við vorum sko alveg með það á hreinu að við vorum þarna til þjónustu reiðubúin fyrir  viðskiptavinina ! Við vorum ekki bara þarna til að bíða eftir því að búðinni yrði lokað og við gætum flýtt okkur heim eða til að hafa félagsskap af hvort öðru. Kvartið búið, var að fá útborgað núna og ætla inn á heimabankann að eyða kaupinu mínu ! Njótið dagsins og verið góð og þolinmóð og kurteis og umburðarlynd við afgreiðslufólkTounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær færsla eins og vant er...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Já mér finnst líka eins og það hafi bara verið um daginn sem þú varst að vinna í Byggðaveginum Ps: Ég er oftast ekki kurteis við afgreiðslufólk

Erna Evudóttir, 15.1.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Gunnar

Takk Erna

Skamm Erna

Jónína Dúadóttir, 15.1.2008 kl. 12:56

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Þær eru ófár ræðurnar sem ég hef haldið seinustu árin um þetta tyggjó-lið sem er alls ekkert í vinnu heldur í afplánun á meðan dokað er eftir launaumslaginu. Húsasmiðjan hér á Selfossi hefur haft ákveðna sérstöðu í þessari deildinni og ég fæ oft ákafa löngun til þess að gerast ofbeldisfullur þegar ég fæ "ríkissvarið" frá fólki sem hefur einstaka hæfileika til að fela sig og á reyndar nóg af öllu nema þjónustulund. Og algengasta svarið sem ég fæ þá ólíklega að maður finni einhvern er...: "ég er ekki í þessari deild"...

Þannig að ég yrði rúmlega fullsáttur við "get ég aðstoðað" eða eitthvað í þeim dúrnum

Kveðja úr þessu snjóavíti í Heiðardalinn 

Þorsteinn Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband