Skandall eiginlega...

Ég er búin að komast að því, mér til mikillar armæðu, að ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu og er þar að auki stórlega ýkin, ef ekki bara lygin. Keypti þráðlausa dyrabjöllu í gær og langaði að komast að því hvort hún virkaði, en til þess þarf ég bæði að vera úti og ýta á hnappinn og inni til að hlusta. Bjallan virkar eflaust, en bara ekki ég..... Blush Og eins og þetta væri nú ekki nóg, þá gat ég ekki opnað litlu hurðina fyrir olíulokinu á bílnum mínum heldur. Takkinn fyrir hana er við bílstjórasætið en nefnd hurð er hinum megin á bílnum aftarlega. Í frosti á hún það til að opnast ekki og af því að ég get ekki verið á  tveimur stöðum í einu, þá get ég stundum bara alls ekki opnað hana. Þetta með ýkjurnar/lygina: ég segi alltaf skjólstæðingunum í vinnunni að ég geti allt, nú er það opinbert að ég ýki/lýg og þá yfirleitt á hverjum degiBandit  Það kemur alveg fyrir að ég þoli alls ekki umhyggjusamt og hjálpsamt fólk, með náungakærleikann í hávegum, þannig leið mér t.d. smástund í gær. Ég var búin að leysa þetta með olíulokshurðina, spúsi hjálpaði mér að opna hana áður en hann fór í vinnuna í gærmorgun, svo ég gæti tekið olíu í hádeginu. Ég lagði bílnum, með þessa hurð opna fyrir framan stóra blokk klukkan tíu og þegar ég kom út um tólf leitið, þá var búið að loka helv... hurðinni ! Einhver gjörsamlega óþolandi almennileg manneskja hefur séð sig knúna af andstyggilegum náungakærleika eða bara hneykslan á hálfvitanum sem keyrði um með þetta opið, að eyðileggja forvarnirnar mínar í stóra olíulokshurðarvandamálinu.... Pinch  Næst tek ég með mér múrstein til að leggja ofan á takkann og  borðhníf, eitt af mínum uppáhaldsverkfærum, til að spenna upp lokið. Ég skil ekki af hverju mér hefur ekki dottið það í hug fyrr en nú, að hafa þessa bráðnauðsynlegu fylgihluti með mér í bílnum, þetta ætti í rauninni að vera staðalútbúnaður ! Gangið glöð inn í góðan dag, ég ætla að gera það líkaSmile    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Byrja á því að segja að þetta er frábær færsla eins og vant er...

Að hugsa sér: Það er einhver manneskja á Íslandi sem gengur um og er að hugsa hversu góð og hjálpleg manneskja hún / hann sé.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já haldi´ð´a sé nú ! 

Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Gvöð hvernig fólk gengur eiginlega laust þarna norðan heiða? Hlýtur að hafa verið aðkomumaður

Erna Evudóttir, 16.1.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Júdas

Það ætti klárlega að láta  SÁOLH-samtökin vita af þessu og mótmæla svona vinnubrögðum í nafni samtakanna.

(samtök áhugamanna um olíulokshurðir)

Júdas, 16.1.2008 kl. 17:49

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdas góður..

Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 20:01

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Takk fyrir góð comment

Júlíus Garðar Júlíusson, 16.1.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 17.1.2008 kl. 08:54

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Af gefnu tilefni vil ég taka það skýrt fram að: ég ætla alls ekki að nota múrsteininn og hnífinn á "hjálpsama" fólkið, ég ætla að setja múrsteininn ofaná takkann og plokka lokið upp með hnífnum.......

Jónína Dúadóttir, 17.1.2008 kl. 09:58

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Haha þú segir okkur það.Ég myndi ráðleggja þessum einum til fjórum sem eru hjálpsamir í Slow Town,að taka til fótanna

Birna Dúadóttir, 17.1.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband