Ég er búin að komast að því, mér til mikillar armæðu, að ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu og er þar að auki stórlega ýkin, ef ekki bara lygin. Keypti þráðlausa dyrabjöllu í gær og langaði að komast að því hvort hún virkaði, en til þess þarf ég bæði að vera úti og ýta á hnappinn og inni til að hlusta. Bjallan virkar eflaust, en bara ekki ég.....
Og eins og þetta væri nú ekki nóg, þá gat ég ekki opnað litlu hurðina fyrir olíulokinu á bílnum mínum heldur. Takkinn fyrir hana er við bílstjórasætið en nefnd hurð er hinum megin á bílnum aftarlega. Í frosti á hún það til að opnast ekki og af því að ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu, þá get ég stundum bara alls ekki opnað hana. Þetta með ýkjurnar/lygina: ég segi alltaf skjólstæðingunum í vinnunni að ég geti allt, nú er það opinbert að ég ýki/lýg og þá yfirleitt á hverjum degi
Það kemur alveg fyrir að ég þoli alls ekki umhyggjusamt og hjálpsamt fólk, með náungakærleikann í hávegum, þannig leið mér t.d. smástund í gær. Ég var búin að leysa þetta með olíulokshurðina, spúsi hjálpaði mér að opna hana áður en hann fór í vinnuna í gærmorgun, svo ég gæti tekið olíu í hádeginu. Ég lagði bílnum, með þessa hurð opna fyrir framan stóra blokk klukkan tíu og þegar ég kom út um tólf leitið, þá var búið að loka helv... hurðinni ! Einhver gjörsamlega óþolandi almennileg manneskja hefur séð sig knúna af andstyggilegum náungakærleika eða bara hneykslan á hálfvitanum sem keyrði um með þetta opið, að eyðileggja forvarnirnar mínar í stóra olíulokshurðarvandamálinu....
Næst tek ég með mér múrstein til að leggja ofan á takkann og borðhníf, eitt af mínum uppáhaldsverkfærum, til að spenna upp lokið. Ég skil ekki af hverju mér hefur ekki dottið það í hug fyrr en nú, að hafa þessa bráðnauðsynlegu fylgihluti með mér í bílnum, þetta ætti í rauninni að vera staðalútbúnaður ! Gangið glöð inn í góðan dag, ég ætla að gera það líka




Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Byrja á því að segja að þetta er frábær færsla eins og vant er...
Að hugsa sér: Það er einhver manneskja á Íslandi sem gengur um og er að hugsa hversu góð og hjálpleg manneskja hún / hann sé.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 08:38
Já haldi´ð´a sé nú !
Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 09:04
Gvöð hvernig fólk gengur eiginlega laust þarna norðan heiða? Hlýtur að hafa verið aðkomumaður
Erna Evudóttir, 16.1.2008 kl. 12:11
Það ætti klárlega að láta SÁOLH-samtökin vita af þessu og mótmæla svona vinnubrögðum í nafni samtakanna.
(samtök áhugamanna um olíulokshurðir)
Júdas, 16.1.2008 kl. 17:49
Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 20:01
Takk fyrir góð comment
Júlíus Garðar Júlíusson, 16.1.2008 kl. 22:26
Birna Dúadóttir, 17.1.2008 kl. 08:54
Af gefnu tilefni vil ég taka það skýrt fram að: ég ætla alls ekki að nota múrsteininn og hnífinn á "hjálpsama" fólkið, ég ætla að setja múrsteininn ofaná takkann og plokka lokið upp með hnífnum.......
Jónína Dúadóttir, 17.1.2008 kl. 09:58
Haha þú segir okkur það.Ég myndi ráðleggja þessum einum til fjórum sem eru hjálpsamir í Slow Town,að taka til fótanna
Birna Dúadóttir, 17.1.2008 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.