Janúarmánuður er nú svona yfirleitt frekar aðgerðarlítill og tilbreytingarlaus finnst mér, hann líður áfram svona í hálfgerðum doða eftir hátíðina. Samt ekki alltaf, í janúar fyrir ca 10 árum síðan, var ég eitthvað að röfla um það í vinnunni að það bara gerðist aldrei neitt ! Þegar ég kom heim beið mín miði frá póstinum, um að ég ætti pakka og ég stormaði þangað og sótti hann, opnaði og innihaldið var forláta perlufesti og armband og svo fylgdi miði með gemsanúmeri..... og annar lítill miði, með verðinu á herlegheitunum, 86 þúsund ! Okí dókí, einhver illa ringlaður og tekur mig í misgripum fyrir viðhaldið sitt, ef það er þá hægt... Þetta var óskráð númer, en þegar ég hringdi til að leiðrétta þessi fábjánalegu mistök, þá var þetta maður sem ég hafði unnið með sem unglingur og við umgengumst ekkert eftir það, bara heilsuðumst ef við mættumst á götu. Hann var ekkert að taka mig í misgripum fyrir neina aðra sagð´ann, langaði bara til að gefa mér þetta ! Já einmitt það já ! Vegna þess að ég trúi ekki alveg blint á dásamlega góðmennsku fólks, sérstaklega ekki giftra manna í garð fráskildra kvenna og hafði þar að auki heyrt því fleygt, að þessi maður virti ekki alltaf hjónabandið sitt sem skyldi, sagði ég honum að hann kæmist ekkert í rúmið mitt, þó hann sendi mér rándýra skartgripi. Ha.. nei nei nei... það var alls ekkert meiningin sko.... En áður en þessu asnalega símtali lauk, spurði hann mig nú samt, hvað hann þyrfti að senda mér til að komast í rúmið mitt, ég var óvenju snögg til og svaraði : "Akureyrarkirkju, tunglið og sólina" ! Gerðist svo alveg yfirmáta andstyggileg, pakkaði þessu inn aftur og sendi í pósti, heim til hans... vonda kona
Njótið dagsins, föstudagur !
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta myndi ég kalla að taka upp hálfa Helgu,alger snilld að tækla þetta svona
Birna Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 07:25
Ef ekki bara 3/4
Erna Evudóttir, 18.1.2008 kl. 07:40
Jónína Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 08:06
Djöfullinn!!! Núna þarf ég að pakka upp úr pakkanum sem ég ætlaði að senda þér...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2008 kl. 09:23
Birna Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 09:39
Jónína Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 09:43
Erna Evudóttir, 18.1.2008 kl. 14:11
Það er bara einn maður í heiminum sem hefur möguleika á að komast á koddann. Það er einhver listamaður úti í heimi sem hefur þessar áráttu að pakka inn heilu byggingunum og mannvirkjunum almennt. Ég held samt að hann hafi ekki ennþá pakka inn tunglum og plánetum og líklega yrði hann að nota álpappír á sólina.......
Júdas, 19.1.2008 kl. 00:05
Hvernig lítur hann út ?
Jónína Dúadóttir, 19.1.2008 kl. 08:09
Hann er kannski, illa bólginn, enn að safna fyrir gjafapappírnum
Kveðja í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.