Bestar í myrkri...

Datt í hug að fylgja straumnum og skipta um mynd á blogginu mínu, en þá kom svona eins og eitt smá babb í bátinn. Hvað er annars þetta "babb" ? Jæja... ég finn ekki nema eina mynd af sjálfri mér og hún er þegar í notkun. Ég er sæmilega ánægð með hana, hún er tekin í myrkri á gemsa, ekki mjög vönduð vinnubrögð, en kemur bara vel út. Ástæðan fyrir því að það eru ekki til myndir af mér, er aðallega sú að ég er alltaf hinum megin við myndavélina. Ég er alveg sæmilega ánægð með frummyndina af mér, get varla annað fyrst ég sit uppi með hana, en ég er yfirleitt ekki ánægð með myndir af frummyndinni, nema þær sem eru teknar í myrkri eða aftan af hnakkanum á mér og svo einstaka röntgenmyndir.... Og jú líka myndir af mér sem ungabarni, ég var alveg hreint svakalega fallegt ungabarn, en það er kannski ekki tekið með, ungabörn eru nú alltaf falleg.... Jæja til að leysa nú úr þessu vandamáli, tók ég myndavélina og fór að taka myndir af sjálfri mér, það má taka fleiri þúsund myndir á stafræna og einhver af þeim hlyti að finna náð fyrir augum mínum. En það var nú öðru nær, að vísu skemmti ég mér konunglega við iðjuna, en þegar ég var komin með nokkra tugi af myndum af annarri kinninni, hálfu nefi og smá hári, öðru auganu með nefi og munni og fleiri abstrakt útfærslum af andlitinu á mér, þá hætti ég bara. Var orðin þreytt í handleggjunum.... Fer kannski bara niður á sjúkrahús eftir helgina og fæ afrit af  röntgenmyndinni af hægri hendinni á mér, sem sýnir að öll beinin eru gróin saman aftur, held það sé besta mynd sem tekin hefur verið af mér, ég var alveg ofboðslega ánægð með hana. Hún var tekin 6 vikum eftir slagsmál milli mín og 100 kílóa bókahillu, þar sem bókahillan sigraði með yfirburðum. Vandamálið leyst ! Njótið helgarinnar og munið að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinirSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Er ekki kominn tími til að fara að byrja að æfa eitthvað svo þú vinnir næst?

Erna Evudóttir, 19.1.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Væna mín, það er allt orðið naglfast á þessu heimili, hillur og skápar neglt, skrúfað, límt og múrað á veggina bara til að ég geti ekki æft mig..... Allt gert til að skemmileggja fyrir manni

Jónína Dúadóttir, 19.1.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Maður er aldrei ánægður með myndirnar af sjálfum sér. Þú verðu bara að biðja einhvern annan um að taka mynd af þér... ég vill ekki að þú sért með einhverja "ógeðslega" röntgenmynd á blogginu

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.1.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Röntgenmynd það er hugmynd

Birna Dúadóttir, 19.1.2008 kl. 12:21

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þekki engan sem hefur áhuga á að taka af mér mynd með ó-i fyrir framan, nema kannski börnin mín og þau eru flest núna í Langtíburtistan En ég lofa að setja ekki inn röntgenmynd þá......

Jónína Dúadóttir, 19.1.2008 kl. 14:35

6 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Láttu bara einhvern annan velja myndina... manni finnast alltaf allar myndir af manni miklu verri en hugmyndin sem hver og einn hefur af sjálfum sér... enda t.d ekki til ein nothæf af mér

Annars sé ég þig aldrei fyrir mér eins og á myndinni þinni... þó hún sé nú aðeins farin að gera sig... Ég sé þig einfaldleg fyrir mér eins og ég man eftir þér frá því í den... svo þú ert því sannarleg með allra unglegustu konum

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 14:52

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Og hafðu það kona og njóttu vel

Birna Dúadóttir, 19.1.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi takk fyrir ég nýt og nýt og nota þetta líka

Jónína Dúadóttir, 19.1.2008 kl. 19:23

9 Smámynd: Erna Evudóttir

Jónína mjög nýtin kona fer henni bara vel

Erna Evudóttir, 19.1.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband