... hver verður forseti Bandaríkjanna, ég get líka ekkert gert til að hafa áhrif á það. Berin eru súr sagði refurinn... kannski það. Mér finnst alveg jafn skrítið að halda því fram að það sé kominn tími til að blökkumaður setjist á forsetastól þar eins og að halda því fram, að það sé kominn tími á að kona geri það. Ég get engan veginn séð að húðlitur eða tegund kynfæra hafi eitthvað með forsetaembætti að gera, frekar en önnur embætti. Mér finnst kominn tími á að venjuleg manneskja með almennilega ráðgjafa verði forseti þarna, það eru jú ráðgjafarnir sem skipta meginmáli hefur mér sýnst, forsetinn virðist svo vera málpípan eða svona almannatengslafulltrúi
Svipað og hér á landi, forsetinn okkar hefur ennþá minni völd en sá ameríski, en hann má gera svona nokkurn veginn það sem honum sýnist, á meðan hann skiptir sér ekki af því sem honum kemur ekki við, í ríkisbúskapnum. Og svo á hann að koma vel fyrir og vera sætur og kurteis í sjónvarpinu á nokkrum hátíðisdögum á ári. Til dæmis þess vegna vil ég ekki að Ástþór Magnússon verði forseti hér, mér finnst hann ekkert sætur og ekki virðist hann alltaf vera með allar almennar kurteisisreglur á hreinu. Einn bloggvinur minn finnst mér svolítið skrítinn, hann heldur úti bloggsíðu í nafni Obama, sem er frambjóðandi til forseta í BNA. Ég hef ekki hugmynd um hver höfundurinn er, en ég neita aldrei að verða bloggvinur, eftir að ég lærði á allt þetta dót hérna... (ég er stundum svo ótrúlega innilega fattlaus.....
) Ég veit ekki hvort hann les nokkurn tímann það sem ég er að skrifa hérna, allavega hefur hann aldrei komið með neina athugasemd við neitt. En... það er svo margt skrítið í kýrhausnum, mig langar til þess að einhver segi mér af hverju sá haus á að vera eitthvað skrítnari en aðrir hausar og svo spyr ég aftur, eins og í gær : hvað er þetta babb sem kemur stundum í báta ? Sunnudagspredikuninni lokið ! Njótið dagsins



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íslendingar stukku af stað þarna um árið og kusu Vigdísi,af því að hún var kona.Ágæt sem forseti samt,Annars held ég að það verði seint sem Bandaríkjamenn kjósi sér forseta með eitthvað á milli eyrnanna.Allt of mikill rembingur í þeirri þjóð til að hún sjái ljósið
Birna Dúadóttir, 20.1.2008 kl. 10:00
Góður pistill... thats all
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2008 kl. 13:15
Babb er örugglega vestfirska fyrir leka, nei ekki lekanda, leka sem getur jú komið fyrir ef þú ert á bát
Go Osama, nei Obama
Erna Evudóttir, 20.1.2008 kl. 17:35
Ababbabb,sem þýðir hvað
Birna Dúadóttir, 20.1.2008 kl. 19:05
Við erum margir furðulegir hérna..............
Júdas, 20.1.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.