Tvö kvöld í röð, gekk ég glottandi út úr húsi hjá skjólstæðingi með orðunum : "Ó nei, ég er ekki á nógu háu kaupi til að nenna að hlusta á svona þrugl" Skjólstæðingurinn er níræður kall, með eindæmum heilsuhraustur, það eina sem angrar hann er að það sækir í ársgamalt lærbrot og það, að ég neita að samþykkja allt sem hann segir. Hann er alger mannorðsmorðingi, svo umtalsillur að ég geng oftar en ekki bara út. Hann er landsþekktur fyrir grobb, hroka, yfirlæti, snobb, illgirni og fordóma, sem hann hefur virkilega lagt mikla áheyrslu á að koma sér upp. Oftast mýkist nú fólk með árunum, en þessi gamla karlherfa hefur tvíeflst, ef ekki þrí...
Allar hjúkkurnar eru hálfvitar sem ætlast til að hann fari í bað, neita að elda handa honum og keyra hann ekki í ríkið. Sú sem þrífur er aumingi á allt of stórum jeppa, sem hann kemst ekki upp í og hún má ekki keyra hann í ríkið. Við hinar eru svo miklir vesalingar, að við viljum ekki gefa honum upp símanúmerin okkar, svo hann geti hringt í okkur á kvöldin þegar honum leiðist og þá eigum við strax að koma hlaupandi, sjensinn
Það eina sem kemur í veg fyrir að hann finni númerin, er að hann lítur svo mikið niður á okkur, að hann leggur ekki á sig að muna hvað við heitum. Ég er margbúin að segja honum að fyrst hann á svona mikla peninga, geti hann fengið sér leigubíl í ríkið og hann geti auglýst eftir matráðskonu, en hann tímir því ekki, við eigum að gera þetta í okkar frítíma, ókeypis. Hann getur ekki eldað kartöflur, af því að hann er karlmaður.... Mitt svar ? "Nú ertu þá að segja að karlmenn séu svona heimskir, að geta ekki leyst smámál eins og að koma kartöflum í pott" ?
Fæ nú ekkert svar við því og hann verður þá bara að sleppa því að borða kartöflur, maturinn sem hann getur fengið sendan heim er óætur sko. Ég er á margan hátt ómöguleg, en ég er víst af svo fínum ættum að það má þola mig, en samt ekki nógu mikil jámanneskja að mér detti í hug að sitja þegjandi undir ógeðinu sem vellur upp úr honum. Það er eitt að vera sérvitur, annað að vera svona hræðilega illgjarn.... Þessi litli karlskítur er fyrir mörgum áratugum síðan, búinn að hrekja frá sér allt lifandi með ömurlegri framkomu og illu umtali og er fyrst að fatta það núna og heldur að peningarnir reddi öllu því sem hann er búinn að missa.... Ég get ekki vorkennt honum, þó hann eigi vissulega bágt og þegar hann fer að röfla um að hann vilji fara að drepast, segi ég honum alltaf, að því miður megi ég víst ekki hjálpa honum með það
Njótið dagsins og munið að í upphafi skal endirinn skoða
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg stórkostleg byrjun á deginum að lesa svona yndislegan pistil!
Ps Brian sameiginlegur vinur okkar segir að þú hafir alveg frábæran húmor og ég er sammála
Erna Evudóttir, 21.1.2008 kl. 08:12
Jahérna... takk elsku dúllan
Jónína Dúadóttir, 21.1.2008 kl. 08:30
Birna Dúadóttir, 21.1.2008 kl. 10:00
Ég get ekki ennþá blessað minningu þessa litla..... hann er sko enn á lífi
Jónína Dúadóttir, 21.1.2008 kl. 12:14
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 21.1.2008 kl. 14:51
Það er æðislegt að lesa það sem þú skrifar.
Ég á mér nokkra uppáhals bloggvini sem ég dríf mig að lesa á hverjum degi.
Þ.e.:
- Jónína (þú)
- Bói
- Jóna
og nokkrir í viðbót... það sem ég vill segja er að mér finnst gaman að lesa það sem þú skrifar.Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.1.2008 kl. 16:45
Gunnar
Jónína Dúadóttir, 21.1.2008 kl. 21:49
flott frásögn
Björn Finnbogason, 22.1.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.