Stjórnmál og heilinn í mér....

... eru tvö afskaplega lík fyrirbæri. Oftar en ekki gerist nánast ekkert sem nokkurt vit er í, starfsemin í algeru lágmarki og heyrist bara smá tuldur af og til. En svo ég segi ykkur nú bara alveg eins og er, þá gerist það nú svona alltaf annað slagið, að það greinist smá lífsmark og þá er bara alveg hægt að hafa gaman... af stjórnmálum. Ég sit stundum við borðstofuborðið og púsla, að vísu bara lítið púsl núna 1000 kubbar, en það er fátt sem getur ýtt svo við heilanum í mér að það takist að draga hann frá þessari mjög svo spennandi heilastarfsemishvetjandi iðju..... Þangað til í gærkvöldi þegar sjónvarpsfréttirnar byrjuðu og ég lagði við hlustir, af því að ég hélt að það væri farið að gjósa í Heklu eða Upptyppingum, æðislegt nafn á náttúrufyrirbæri, eða hvað þau heita nú þessi eldfjöll okkar, sem bíða bara eftir því að fá að hrella kindurnar okkar og draga að túristana. Slíkur og þvílíkur var æsingurinn í fréttaflutningnum að fréttamennirnir voru móðir og másandi. Ég skil ekki helminginn af því sem er að gerast í stjórn Borgar óttans og misskil eflaust afganginn, en það er alveg geysilegt fjör núna og segið svo að stjórnmál séu tilbreytingalaus og leiðinleg.... það er að vísu ég sem segi það.... ToungeÉg er eins og barn á sýningu hjá sjónhverfingamanni, að fylgjast með þessu öllu.... skil bara ekki hvernig þeir/þau fara að þessu, hvernig þau gabba og plata hvort annað alveg upp úr skónum, fara á bak við hvort annað í röðum og dúkka svo upp einhversstaðar allt annarsstaðar en þau voru í upphafi. Svo er nýbúið að kjósa í öll ráðin og allar nefndirnar og fólkið sem í þeim er, svona rétt að byrja að átta sig á því, út á hvað þetta allt saman gengur og smám saman að fatta hvernig allt virkar...... og þá er það rekið og nýir taka við sem þurfa að byrja alveg upp á nýtt að fatta og átta sig..... Það er ekki alveg allt í lagi þarna ! Hvernig í ósköpunum á svo fólkið í borginni að fara að því að vita hverjum má treysta núna, sem ekki var hægt að treysta fyrir 3 mánuðum síðan og þegar það er loksins búið að fatta hvað borgarstjórinn heitir er skipt yfir í nýjan. Mér finnst þetta ábyrgðarlaus bjánagangur og ekki fullorðnu fólki sæmandi, fólki sem gefur sig út fyrir að vilja stjórna borginni með hagsmuni og velferð fólksins í huga ! Þetta ber meiri keim af persónulegum framapotum, ef það orð er þá til í fleirtölu.... Og hafiði það vitleysingarnir ykkar Devil  Stjórnmálaumræðunni á þessari bloggsíðu er formlega lokið, þangað til næst ! Gangið glöð inn í góðan dag og munið að það birtir alltaf upp um síðir.... nema kannski í pólitíkinniSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta er nákvæmlega málið málið,litlir krakkar í sandkassaleik,eða nei pólitík

Birna Dúadóttir, 22.1.2008 kl. 07:33

2 Smámynd: Björn Finnbogason

Var ekki allt einfaldara þegar "lagður" var upphafið að fataferli framsóknarmanns, fór í gegnum Gefjun, Iðunn og Sefjun og varð svo að Kórónafötum í Herrahúsinu, skórnir stundum bara vinstri fótar en skór samt og allt undir merkjum Sambandsins- og enginn útgefinn reikningur neitt

Björn Finnbogason, 22.1.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ja hérna jú jú mikil ósköp... ég skil þetta miklu betur....

Jónína Dúadóttir, 22.1.2008 kl. 09:15

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

 100% sammála:

það birtir alltaf upp um síðir.... nema kannski í pólitíkinni

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.1.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Þetta virðist upp til hópa siðlaust hyski. Hef illan bifur á þessum Ólafi eftir þetta nýjasta útspil hans og finnst reyndar allt annað en frjálslyndur á að hlýða yfirleitt, og kallinn með kolluna er nú varla búinn að þrífa á sér afturendann(og bakið upp á háls) síðan síðast... svo er nema vona að maður fyllist ekki bjartsýni fyrir hönd þeirra íbúanna í Óttaborg.

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 18:04

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sem flokksbundin Framsóknarmanneskja(frá blautu barnsbeini)er mér nú skylt að taka upp hanskann fyrir.....æ ég nenni því ekki

Birna Dúadóttir, 22.1.2008 kl. 20:27

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég ætla ekkert að tjá mig um Framsóknarflokkinn

Erna Evudóttir, 22.1.2008 kl. 22:47

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 23.1.2008 kl. 01:49

9 Smámynd: Júdas

Einhvertímann leituðu akureyringar í pólitíska smiðju reykvíkinga með bæjarstjóra og spurning hvort ekki skapist möguleikar núna á því að fá fyrrverandi borgarstjóra í hlutverkið.  Óvenju gott framboð núna............

Júdas, 23.1.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband