Þunglyndi símsvarinn....

Ég stimpla mig inn og út úr vinnunni, með því að hringja í visst númer í símanum mínum og ýta á "eeeeinn fyrir iiinnstiiiimpluuuun" og "tvooooo fyrir úúúútstiiiimpluuuun". Ég er sú eina sem fæ að byrja klukkan tíu á morgnana, hinar mæta átta og sitja á korters starfsmannafundi, áður en þær fara út að vinna. Ég á auðvitað að mæta í aðstöðuna klukkan tíu, stimpla mig inn í stimpilklukkunni og sitja á kortersfundi með sjálfri mér og spjalla við mig og fá mér kaffi með mér, en ég geri það ekki.... mér finnst það svo innilega hálfvitalegtTounge  Ég hringi bara úr gemsanum mínum og stimpla mig inn klukkan tíu og fer beint í vinnuhús. Maðurinn sem var fenginn til að lesa inn á bandið á símsvaranum sem ég hringi í, er með þunglyndislegustu og fýlulegustu rödd sem ég hef heyrt. Ég hef það alltaf á tilfinningunni, að honum sé ferlega illt í maganum og ég sé að trufla hann prívat og persónulega á klósettinu og að hann þurfi alltaf að svara í hvert skipti sem ég hringi... "æi nei, ekki þú enn einu sinni... hvað viltu núúúna"... Crying  Mér hefur alveg dottið í hug að setja það fram sem tillögu, að manninum verði gefið þunglyndislyf og flott afmælisgjöf og látinn prófa aftur....Joyful  Ég tók eftir því í gær mér til mikillar undrunar, að það er alveg að verða bjart um tíuleitið þegar ég er að böðlast af stað í vinnuna. Eðlilega varð ég undrandi, þetta hefur bara gerst á þessum tíma árs, á hverju einasta ári sem ég man eftir og líklega mörg ár þar á undan, ég verð samt alltaf jafn hissa og vil meina að það sé ofsalega hollt að vera með eitthvað svona gullfiskaminnissyndrom.... Líka gott að leyfa því að hafa svona "fínt" læknisfræðilegt heiti...Grin Gangið glöð inn í góðan dag og njótið þess að vera tilSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hah þetta minnti mig á símsvarann í KirkjugarðinumDaginn er að lengja,hægt og rólega,yndislegt bara

Birna Dúadóttir, 23.1.2008 kl. 09:03

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hérna í Svíþjóð er bara atvinnu fólk ráðið í þetta starf...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.1.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Júdas

Gullfiskaminnissyndrom, það er eitthvað sem ég kannast við , en nær samt ekki til þess sem vert er að gleyma.  Ætli það sé hægt að stilla þetta?

Júdas, 23.1.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband