Besservisserar eða kannski "beturvitrungar" á íslensku, er tegund af fólki sem ég þoli bara alls ekki og þá er alveg sama hvort orðið er notað, útlenskuslettan eða stirða íslenska orðið, svoleiðis fólk lagast ekkert þó það sé íslenskað.....
Ég hef aldrei fattað hvaðan b.v.arnir fá þær hugmyndir að þeir séu svo fullkomnir og með allt sitt svo á hreinu, að þeir hafi virkilega efni á að vera að dreifa öllum sínum ráðleggingum í skipunarformi, vel útpældu athugasemdum og leiðinda takkaýtingum yfir allt og alla. Ég held því fram að ég sé eftirlætisbarn tilverunnar, en ég get auðvitað ekki alhæft þannig, ég er nefnilega óheppin að því leitinu til, að ég þekki allt of marga besservissera
Og allt of oft leyfi ég þeim að fara í taugarnar á mér og þá er ég að tala um mínar þessar allra fínustu... Mér dettur stundum í hug hvort ég líti kannski út eins og hálf, kvart eða vanviti og það útlit mitt gefi þá b.v.unum sjálfkrafa veiðileyfi á mig. Ég lít stundum í spegil og gái, en þó ég sé kannski ekki alltaf alveg fullkomlega ánægð með það sem ég sé þar, þá get ég samt alls ekki greint að það standi neitt sérstaklega skrifað á andlitið á mér, að ég sé kvalin af vöntun á óvelkomnum ráðleggingum og óþarfa leiðinda afskiptasemi
Ég bið um ráðleggingar ef mig vantar þær og það ætti alveg að nægja öllum í kringum mig, ég þarf alls ekkert að láta segja mér einföldustu hluti, ég er fimmtug fjandinn hafi það og hef hingað til bjargað mér að flestu leiti sjálf.
Ég þarf t.d. ekki ráðleggingar um fataval, búsetu, orðalag, háralit, matseðil, sambýlismanninn, heimilisstörf, vinnutíma, köttinn, sparsemi, möpputegundir, barnauppeldi, húsgagnauppröðum, bílafjölda heimilisins, hvar og hvað ég á að kaupa í matinn, klósettferðir mínar eða við hvaða banka og tryggingafélag ég á að skipta. Ef ég geri einhverjar yfirgengilega fáránlegar vitleysur, sem gætu skaðað aðra og/eða kannski mig, þá vil ég láta segja mér það, en þá eru b.v.erarnir yfirleitt víðsfjarri, þeir nenna ekkert að standa í einhverju sem skiptir einhverju máli, en þá taka ættingjar og vinir við, sem betur fer. Að vísu hlæ ég alltaf þegar það er verið að segja mér til í barnauppeldinu, ekki vegna þess að ég hafi verið svo frábær uppalandi, heldur vegna þess að börnin mín eru flutt að heiman og löngu búið að segja mér upp uppeldisstarfinu, "litla barnið mitt" er að verða 22 ára..... Gangið glöð inn í góðan dag, ég ætla að fá mér meira kaffi





Flokkur: Bloggar | 24.1.2008 | 07:55 (breytt kl. 09:28) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágætis orð "beturvitrungur"!
Vilhelmina af Ugglas, 24.1.2008 kl. 07:58
Sammála,ég bara þoli ekki svona fólk.Svo er það "lesna"fólkið,ég á eftir að tjá mig um það fljótlega.Veistu hvað það eru margir Laxnesar þarna úti
Birna Dúadóttir, 24.1.2008 kl. 09:18
Oj, nefndu þá ekki, ég fæ gæsahúð og grænar..... ekki baunir samt
Jónína Dúadóttir, 24.1.2008 kl. 09:22
Amen
Erna Evudóttir, 24.1.2008 kl. 10:26
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 14:44
Aftur Amen,núna frá mér
Birna Dúadóttir, 24.1.2008 kl. 16:38
Jamm og jæja
Jónína Dúadóttir, 24.1.2008 kl. 19:51
Takk fyrir innlitin
Júlíus Garðar Júlíusson, 24.1.2008 kl. 20:01
Fimmtug já...........ekki ber myndin það með sér.
Júdas, 24.1.2008 kl. 23:52
Þakka þér fyrir Júdas minn... enda er hún tekin í myrkri með allt of sterkt flass, þá hverfa allra rúnirnar sem rista andlitið
Jónína Dúadóttir, 25.1.2008 kl. 05:55
Ekkert svona kona,segðu bara takk fyrir,þú ert flottust
Birna Dúadóttir, 25.1.2008 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.