Til hamingju með daginn drengir mínir :-)

Las í Sjónvarpsdagskránni auglýsingu frá blómabúð hér í bæ, að allir karlmenn vilja fá blóm á bóndadaginn..... LoL  Helíum rugl, ég þekki einn mann sem hefur gaman af því að fá blóm, það er elskulegur mágur minn á Ólafsfirði og ég færi honum líka blóm þegar ég heimsæki hann. Svo varð einn góður bloggvinur minn uppvís af því að kaupa sér blóm sjálfur og mér finnst það æði. Ég kasta ekki perlum fyrir svín og ég gef ekki spúsa mínum blóm, einfalt mál. Hann er ósvikinn hellisbúi og skilur ekki tilganginn með blómum..."það væri nú nær að kaupa í matinn í staðinn, það er ekkert hægt að borða þetta".... Hann færir mér heldur ekki blóm, nema þá að ég neyði hann til þess, eins og ég gerði t.d. á fimmtugsafmælinu mínu í október í fyrra. Hann kann þetta ekki og lærir varla héðan af og það gerir mér ekkert til, ef mig langar í blóm þá er ég alveg fullfær um að kaupa þau sjálf. Að vísu verð ég að kjafta því um hann, að hann hefur oft komið heim og sagst hafa verið að hugsa um að kaupa handa mér blóm..... þannig að hann er rosalega oft næstum því búinn að gefa mér blóm... Blómahugsunin hefur sjálfsagt bara alltaf tekið snarpa U-beygju og endað í kjötborði í Hagkaupum eða Hrísalundi.... Enda fær hann engin blóm í dag, en ég keypti saltkjöt og baunir til að hafa í kvöldmatinn í tilefni dagsins og ég veit að það gleður hann "skrilljón" sinnum meira en blómvöndur mundi gera og er þá ekki tilganginum náð ?Wink  Há e ell vaff í té i essnetið er búið að detta út nokkrum sinnum í morgun og ég hringdi eins og vant er, í Vodafón og bað þennan yndæla dreng sem svaraði að endurræsa nú portið hjá mér... Setning sem ég er búin að læra í gegnum tíðina af því að það gerist aðeins of oft fyrir minn smekk að þetta er ekki í lagi. En hann kom með nýtt trix, hann er núna í þessum skrifuðu orðum, að uppfæra ráterinn minn.... Ehee... okCool  Gangið eiturhress inn í fínan föstudagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Hef líka stundum heyrt þetta: var að hugsa um að kaupa blóm!  Haha hugurinn ber mann hálfa leið svo það er allavega smá hugsun í gangi

Erna Evudóttir, 25.1.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jú það má líklega segja að það er huggun harmi gegn, að það er eitthvað í gangi

Jónína Dúadóttir, 25.1.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Elskan mín gekk svo langt að segja,mig langar til að gefa þér blóm.ÞAð er að verða langt síðan.Hann var hins vegar alltaf að gefa mér spriklara(ýsa var það heillin)ætlar sjálfsagt að geyma blómin,þangað til að það er orðið;Notist í neyð.

Birna Dúadóttir, 25.1.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 26.1.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband