... var nokkurnveginn að verða uppurin í gær. Ég komst inn á allar síður í tölvunni minni, nema moggabloggið og ætlaði ekki einu sinni að geta sent póst til umsjónarmannanna til að geta kvartað yfir þessu og það fannst mér eiginlega verst. Ég svo sem gat alveg skammað bara einhvern úti á götu fyrir þetta en það hefði líklega ekki þýtt neitt..... Til að bæta nú gráu ofan á svart, þá datt netið alltaf út annað slagið og þá yfirleitt þegar ég þurfti að nota það. Og til að gera þetta nú virkilega almennilega, þá hætti dælan, sem hafði það hlutverk að dæla heitu vatni inn á ofnana hérna í húsinu, að sinna skyldu sinni og píparinn, sem kom bara 6 tímum á eftir áætlun, hafði engin önnur ráð en að reyna að finna aðra dælu.... á mánudaginn ! Það er sami píparinn sem ætlar að koma og smíða hitaveitugrindina okkar í október...... 2007 ! Svo kannski, en bara kannski, kemur hann þá með nýja dælu í júlí..... Þá verður mér vonandi aftur hlýtt, en mér kólnaði bara ennþá meira þegar ég sá veðurspána fyrir næstu daga.... 10 stiga frost á þriðjudaginn. Ef þið sjáið mikinn reyk leggja út úr Fjallakofanum næstu daga þá er það bara ég, byrjuð að höggva húsgögnin niður í langeldinn, sem ég er að útbúa hérna á stofugólfinu. Ég veit alveg að ég get unnið mér til hita með því að þrífa hérna inni eða eitthvað svoleiðis, en ég bara nenni því ekki, drepst sjálfsagt frekar úr kulda. Svo í morgun þegar ég ætlaði að koma hérna inn og kvarta yfir þessu öllu saman, þá datt netið út aftur og aftur og aftur..... Það er inni núna samt og þá auðvitað nota ég tækifærið og grenja hérna yfir ykkur. Njótið dagsins og sendið mér nú fullt af hlýjum hugsunum hingað uppeftir í stóra rauða frystigáminn í fjallinu

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sendi þér fullt af hlýjum hugsunum...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 16:22
Takk
Jónína Dúadóttir, 26.1.2008 kl. 18:20
Þú mátt alls ekki útbúa langeld á gólfinu hjá þér Jónína því þú gætir ruglað stórlega fornleyfafræðinga framtíðarinnar með því. Þú yrðir líka stimpluð mörg hundruð árum eldri en þú ert og það vill ekki nokkur kona
Júdas, 27.1.2008 kl. 07:58
Gott að eiga góða að Júdas minn, takk fyrir ráðlegginguna. Ekki vildi ég vera talin mörg hundruð árum eldri en ég er
Jónína Dúadóttir, 27.1.2008 kl. 08:32
Ekki veit ég hvernig þetta -Y- lenti þarna í fornleifa, en best að leiðrétta það hér og nú.......
Júdas, 28.1.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.