Hlýtt og gott !

Fórum í leiðangur í gær og fengum lánaða lausa ofna út um allan bæ, svo núna er aftur orðið hlýtt í Fjallakofanum, húsgögnin komin úr hættu og langeldurinn settur á bið. Útsýnið mitt hérna út um stofugluggann er fallegt en ekki að sama skapi hlýlegt, snjór og frost en aðeins farið að birta. Ég sé beint upp á skíðasvæðið, allt uppljómað nema lyfturnar og bílarnir fara bráðum að streyma upp eftir  með skíðafólk á öllum aldri. Ég fer ekki á skíði, mér þykir of vænt um alla mína skanka til þess og sé ekki ástæðu til að leika mér að því að leggja sjálfa mig og aðra í hættu, viljandiGetLost Mér tekst alveg að slasa mig án þess og svo finnst mér ekkert gaman að snjó og kulda, kannski orðin gömul... Tounge Fatta ekki fólk sem fer úr snjónum og kuldanum hérna, til útlanda til að fara þar í snjó og kulda.... ég færi auðvitað þangað sem væri sól og hlýtt ! Annars er þetta allt ferlega fínt, ábyggilega ! Gangið, ja eða skíðið, glöð og hress inn í góðan dag og farið varlega í hálkunniSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er búin að vera á skíðum alla helgina,DAAAAH.Ég held að við í þessari fjölskyldu séum ekki mikið skíðafólk.Nema Kidda mín,henni finnst það gaman.Hefur það frá mér,ég er löngu hætt að vera svoleiðis

Birna Dúadóttir, 27.1.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.1.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það hlaut að vera að þú hefðir verið á skíðum, mamma þín var að spyrja mig hvar þú værir og af hverju þú svaraðir ekki í símann.... Mér datt ekki í hug þetta með skíðin...

Jónína Dúadóttir, 27.1.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Auðvitað var Birna á skíðum, held samt það hafi verið gönguskíði og hún hafi verið á Hafnargötunni

Erna Evudóttir, 27.1.2008 kl. 17:14

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Nei bolllllur og meiri bollllur,ég stefni í eitthundraðogþrjátíukíló,sko ég,ekki bollur

Birna Dúadóttir, 27.1.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband