... þegar ég vaknaði í morgun
Það var nú eiginlega þjófavörnin á Nissaninum mínum sem vakti mig, þolir ekki vont veður og hefur sjálfsagt viljað komast inn og ég skil það vel. Hann blikkaði ljósunum í erg og gríð og baulaði eins og belja í bráðri lífshættu eða eitthvað. Mér fannst frábært að hugsa mér að ég væri veðurteppt hérna í fjallinu og kæmist bara alls ekkert í vinnuna, enda fer ég ekki að hætta lífi og limum fyrir ryk í gólfteppi og kusk í glugga, það er ekki þess virði, en ef ég væri að fara að bjarga mannslífi mundi ég náttulega æða út. En það var eins og óveðursguðinn væri bara að bíða eftir því að ég færi að ímynda mér að ég væri eitthvað forréttindapakk sem gæti setið heima á kaupi, á meðan aðrir væru að vinna.... ég var varla búin að sleppa hugsuninni út í loftið þegar rokið datt niður, rétt eins og það væri skotið á færi
Þá er það ónýtt, það er brostið á með algerri rjómablíðu hérna og ég fer í vinnuna klukkan tíu... en það kostar ekkert að láta sig dreyma !
Það er ennþá ekkert lífsmark með dælunni sem á að dæla heita vatninu á ofnana hérna, að vísu eru ofnarnir uppi allir heitir, hefur eitthvað með einhverskonar uppgufun að gera, nenni ekki að skilja það. Ef það er eins og hel... ég meina auðvitað blessaður píparinn segir, að hann ætli virkilega að byrja á hitaveitugrindinni okkar í þessari viku, þá borgar sig nú ekki að fara að reyna að finna aðra dælu, sem verður svo bara rifin niður eftir nokkra daga, þegar og ef það kemst einhvertímann hitaveita inn í þetta hús. Ætli sé til einhver verndardýrlingur fyrir pípara ?
Gangið glöð inn í nýja vinnuviku og njótið lífsins eins og kostur er





Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Píparar !!! Binn ðer.
Júlíus Garðar Júlíusson, 28.1.2008 kl. 08:26
Þessi pípari sko ætlar að koma og tengja hitaveituna í október 2007
Jónína Dúadóttir, 28.1.2008 kl. 08:43
Píparar koma samdægurs í hverfinu mínu...
(Takk fyrir leiðréttinguna)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.1.2008 kl. 17:15
Er pláss fyrir húsið mitt í hverfinu þínu Gunnar ?
(Velkomið
)
Jónína Dúadóttir, 28.1.2008 kl. 19:30
Píparar koma EKKI samdægurs í mínu hverfi
! Ninna hann Brian nýorðinn sameiginlegur pennavinur okkar hefur ekkert heyrt í þér nýlega, hann saknar þín held ég!
Erna Evudóttir, 28.1.2008 kl. 19:46
Pípari,hvað er nú það.Eru það þessir þarna sjástvarlamenn?
Birna Dúadóttir, 28.1.2008 kl. 21:01
píparar nota hvorki klukkur eða dagatöl og nota því bara fyrir og eftir krist. Sem sagt, alltaf á réttum tíma.
Júdas, 28.1.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.