... píparanum, sem ég er búin að bíða eftir að komast í samband við síðan í október í fyrra ! Góður bloggvinur minn benti mér nefnilega á að píparar nota hvorki klukku né dagatal, þeir miða bara við fyrir eða eftir Krist ! Og til þess að eiga ekki á hættu að þurfa að bíða eftir endurkomu Krists, til að fá hitaveituna virkjaða hérna inn á ofnana, þá er sem sé hafin leit að öðrum pípara. Ég heimsótti aldraða vinkonu mína á sjúkrahúsið í gær, var búin að herða mig upp í það síðan rétt eftir jól... Ég var að segja henni undan og ofan af helstu atburðum mánaðarins í Fjallakofanum og hún var svo hneyksluð á tilfinnanlegum skorti á loforðaefndum píparaskrattans, að hún hringdi í góðan vin sinn, sem er byggingameistari og heimtaði að hann reddaði mér pípara, ekki seinna en í fyrradag ! Bíð eftir að heyra frá honum. Hún er algjör nagli þessi kona
Ég er alltaf að reyna að láta eins og janúarmánuðir ævi minnar geti alveg verið skemmtilegir, en það kemur langoftast á daginn að þeir eru það ekki.... Nú er þessi að verða búinn og hann er sko búinn að vera alveg jafn draugalega óskemmtilegur og hinir ca 45 sem ég þykist muna eftir, þýðir ekkert að vera að setja Pollyönnuna á það, svona er þetta bara.... en í næsta janúar verð ég búin að gleyma því og byrja upp á nýtt að ímynda mér......
Það er ekki mikið að gera í kvöldvinnunni hjá mér þessa viku, ein konan er í hvíldarinnlögn, en fer sjálfsagt að koma heim fljótlega og önnur var hreinlega plötuð til að flytja inn á elliheimili. Mér finnst það svo ljótt, af því að ég veit að börnin hennar láta hana þangað, til þess að þau þurfi ekki að hafa fyrir henni..... Hún vildi alls ekki fara og margir aðrir hafa meiri þörf fyrir það en hún, en henni var fylgt út í bílinn í gærmorgun og látin halda að hún væri að fara í dagvistina og fær svo barasta ekkert að fara heim aftur. Ég er svo að vinna hjá einni, sem vill og þarf að fara á elliheimili, en fær ekki pláss og hjá fjörgömlum hálfblindum og heyrnarlausum manni sem neitar að fara og kemst upp með það, líklega vegna þess að hann á engin börn
Legg ekki í að skrifa meira um þetta hérna, fer frekar út og skeyti skapi mínu á snjóskafli eða svellbunka.....
Gangið hress og spræk inn í þennan fína þriðjudag og verið góóóóð





Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, mér finnst allt svo dapurlegt í kringum þetta gamla fólk. Plata það á stofnun ætti að teljast til grófra mannréttindabrota........eða er gamalt fólk annars með mannréttindi?
Tæplega með lífeyrisréttindi!
"Við" ættum að skammast okkar fyrir það hvernig búið er að öldruðum!!
Júdas, 29.1.2008 kl. 08:39
Ég á eina góða vinkonu sem er á svona stofnun(varla hægt að kalla það annað)hún er bara að bíða
Birna Dúadóttir, 29.1.2008 kl. 08:57
Jamm ömurlegt
Jónína Dúadóttir, 29.1.2008 kl. 09:49
Er bara alveg hætt við að verða gömul, spóla bara afturábak héðan í frá
Erna Evudóttir, 29.1.2008 kl. 11:31
Og endar svo sjálfsagt á að verða miklu yngri en ég
Hvað skyld´ann Svavar besti vinur minn segja við því
Jónína Dúadóttir, 29.1.2008 kl. 12:27
Hann er svo mikið eldri en ég að hann tekur örugglega ekkert eftir því hvað ég yngist
Erna Evudóttir, 29.1.2008 kl. 13:44
Hann þarna Sæmundur á hjólabrettinu eldist ekki um dag,bara svo þið vitið það.Annar Hafliði held ég bara
Birna Dúadóttir, 29.1.2008 kl. 19:26
Ó ó æ æ ég sé hann fyrir mér þarna fyrir framan húsið á hjólabretti
Ertu annars nokkuð að gera grín að honum þarna besta vini mínum
Jónína Dúadóttir, 30.1.2008 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.