Ég verð alltaf svo hissa þegar það er hægt að ausa í tryllingi, tugum og hundruðum milljóna króna í til dæmis listamannalaun, gamla húskofa, utanlandsferðir heilu nefndanna til að skoða eitthvað ofsalega ómerkilegt sem engum kemur að gagni, menningarhús og fleira og fleira, ekkert mál, nóg af peningum ! En svo þegar kemur að því að ræða um að bæta aðstæður fólks, sem hefur ekki efni á að borða, fara til læknis eða eiga hlý föt í kuldanum hérna, svo eitthvað sé nefnt, þá er ekki hægt að gera neitt í neinum hvelli... og þá eru ekki til neinir peningar sko ! Og það er líka svo agalega flókið að taka ákvörðun um, hvernig í ósköpunum á að fara að því... hvurslags eiginlega vanvita erum við með þarna við stjórnvölinn ? Ég kann ekki að svindla og ljúga mig áfram í lífinu, get ekki með nokkru móti farið flikk flakk og heljarstökk, er ekki háskólagengin og á enga ógeðslega fína og ríka vini, en ég á mjög auðvelt með að útskýra hvernig það er hægt að gera þetta ! Það þarf að taka ákvörðun um að leggja x upphæð strax, við lúsarlaunin sem þeir tekjulægstu hafa og leggja inn á reikningana þeirra !!! Svo er til þjónusta hjá öllum bönkum í landinu, þar sem boðið er upp á að skrá fasta upphæð í hverjum mánuði, sem fer svo sjálfkrafa inn á vissa reikninga, fyrir þá sem eiga það til að gleyma hvað þeir ætla að gera um hver mánaðamót... Þarf virkilega að senda fólkinu sem stjórnar þessu landi, svona einfaldar hálfvitaleiðbeiningar með þessu ? Er þetta ekki augljóst ? Taka nokkrar milljónir af launum listamanna, ég er ekkert að segja að þeir megi ekki fá neitt... leggja aðeins minni kostnað í menningarhúsin, enginn að segja að það megi ekki byggja þau... senda aðeins færri nefndir í allar þessar tilgangslausu utanlandsferðir, auðvitað verða einhverjir að fá að fara... mikil ósköp, en það er hægt að nota símana og internetið miklu meira en gert er og losa sig við gömlu ónýtu húskofana og leyfa þeim sem eiga peninga að byggja eitthvað sem hægt er að nota. Eyða svo þessum sparnaði í þá sem minna mega sín ! Svo þegar við öll hin, sem erum ekki á lúsarlaunum og getum alveg keypt í matinn og átt hús og bíla og farið í utanlandsferðir og haldið jól, förum að arga um að við viljum líka fá meiri pening, þá er bara að segja okkur að halda kjafti, rétt eins og gert er við gamla fólkið og öryrkjana, þegar þeir hópar koma fram með sínar kröfur ! Og gangið svo inn í góðan dag með forgangsröðunina á hreinu

Flokkur: Bloggar | 30.1.2008 | 08:34 (breytt kl. 09:10) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt, þetta er ekkert flókið
Erna Evudóttir, 30.1.2008 kl. 08:50
Birna Dúadóttir, 30.1.2008 kl. 08:53
Jamm hélt það nefnilega....
Jónína Dúadóttir, 30.1.2008 kl. 09:08
Bara að kvitta og mikið rétt hjá þér
Sigurður Hólmar Karlsson, 30.1.2008 kl. 09:30
Sammála. Þori ekki öðru ;)
Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 13:18
Kata mín

Jónína Dúadóttir, 30.1.2008 kl. 13:31
Sko Kötu,ennþá vel upp alin
Birna Dúadóttir, 30.1.2008 kl. 13:58
Ójá fyrirmyndaruppeldi fyrirmyndarmóður hennar (það er ég
) gleymist nú ekki svo glatt
Að vísu held ég að hún Nina mín, hafi tekið við þar sem ég hætti og það hefur sjálfsagt bjargað orðstír mínum
Jónína Dúadóttir, 30.1.2008 kl. 14:08
Svíarnir alltaf þéttir
Birna Dúadóttir, 30.1.2008 kl. 14:28
Jamm og ekki skemmir það að pabbi hennar Ninu er finnskur
Jónína Dúadóttir, 30.1.2008 kl. 14:51
Órúlega lítill skilningur á þessu...................
Júdas, 30.1.2008 kl. 18:35
Ótrúlega lítill skilningur á þessu..................
Júdas, 30.1.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.