Þar sem er líf...

... þar er von ! Í gær hringdi hingað maður, sem spurði hvernig það hentaði að hann kæmi hingað um hádegi í dag. Hann kynnti sig ekkert, svo ég spurði auðvitað til hvers hann ætlaði að koma hingað. "Halló, þetta er ég, píparinn" ! Ha... pípari hvað er það ? Ja hérna hér og ég sem hélt að þú værir dauður, Dánarfregnir og Jarðarfarir farið framhjá mér, eins og alltaf og jarðaförin hefði farið fram í algjörri kyrrþey !! Til hvers ætlar þú að koma hingað ? "Nú að setja upp fyrir þig hitavatnsgrindina" sagði uppvakningurinn... Nú jæja væni minn ætlarðu að koma strax á morgun og hvað tekur þetta svo langan tíma ? "Bara svona tvo dagparta" sagði iðnaðarmaður í útrýmingarhættuDevil  Og það er ekki vegna þess að þeir eru svo sjaldgæfir, heldur er það vegna þess að það sauð næstum því á mér við að fá að vita það, að  verkið sem ég er búin að vera að bíða eftir að láta vinna í 4 mánuði, tekur svo ekki nema svona tvo dagparta ! Ég var nokkuð viss um að þetta hlyti að vera mjög stíf vikuvinna, minnsta kosti, fyrst það tók hann marga mánuði að hafa sig í það.... Pinch  Ég hef, svona  ykkur að segja, ákveðinn byggingameistara grunaðan um að hafa sparkað aðeins í vissan pípara, þegar hann rakst á hann í byggingavöruverslun á mánudaginn ! Sá var nefnilega búinn að taka að sér að finna fyrir mig þessa tegund af iðnaðarmanni eða ýta við eintakinu sem ég var að bíða eftir ! Jæja, jæja, píparinn fær líklega að lifa aðeins lengur, en það veit sá sem allt veit, að hann kemur til með að þurfa að bíða eftir borgun í nákvæmlega jafnlangan tíma og ég er búin að bíða eftir vinnunni hans Whistling Annars er ógeðslegt veður hérna núna, norðan stórhríð og ekki nema eftir öðru að þessi margumtalaði pípari verði veðurtepptur einhversstaðar og komi ekkert um hádegi í dag..... Aldrei á vísan að róa með iðnaðarmennWink Gangið vel klædd inn í fínan fimmtudagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég ætla sko að hlusta á Dánarfregnir og Jarðafarir alltaf þegar ég er flutt heim

Erna Evudóttir, 31.1.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til að fylgjast með því þegar hinir ýmsustu iðnaðarmenn hrökkva uppaf

Jónína Dúadóttir, 31.1.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gefðu honum blóm þegar hann kemur

Birna Dúadóttir, 31.1.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei elskurnar ég gef ekki honum Dabba vini okkar blóm, frekar svo sem eins og eitt drag í....

Jónína Dúadóttir, 31.1.2008 kl. 12:43

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

... afturhlerann

Jónína Dúadóttir, 31.1.2008 kl. 12:45

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Er þetta Dabbi,verst þú ert ekki einhleyp kona.Hann er svo góður við þær,þín mistök

Birna Dúadóttir, 31.1.2008 kl. 13:30

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þess vegna kom hann ekki strax, af því að ég var ekki skilin eins og hann hélt, hann sá mig nefnilega alltaf eina á bílnum

Jónína Dúadóttir, 31.1.2008 kl. 15:31

8 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Þú hefur alla mína samúð í tengslum við Pípara...eða iðnaðarmenn yfirleitt.

Öri bloggarinn....í einn dag.

Júlíus Garðar Júlíusson, 31.1.2008 kl. 16:01

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.1.2008 kl. 19:00

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þú ert greinilega ekki eins heppin og ég með pípara. Píparinn minn er alltaf reiðubúin til þjónustu þegar ég þarf á honum að halda. Vonandi stendur þessi seinntkomandi Dabbi sig vel og klárar málin vel og fljótt loksins, þegar hann lét sjá sig..

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.2.2008 kl. 15:38

11 Smámynd: Júdas

Það er bara eitt í stöðunni.  Skjóta í hann deyfipílu þegar hann mætir, svæfa hann og setja í formalín.   Þetta gæti verið síðasta eintakið og heilu skólarnir, jafnvel háskólarnir eiga eftir að koma til að sjá þetta afbrigði.

Jónína mín........þú átt eftir að hala inn seðlum á þessu.  

Má formalín frjósa?

Júdas, 2.2.2008 kl. 08:45

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Júdas finn þegar peningalyktina

Jónína Dúadóttir, 2.2.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband