Ég segi það enn og aftur.....

... að ég er eftirlætisbarn tilverunnar ! Auðvitað mætti píparaskr... passlega í vinnu hingað, til að koma heita vatninu inn á ofnana rétt í þann mund sem mesta frost í sögu þessa vetrar skall á. Mig grunar nú samt að það hafi kannski hjálpað örlítið að ég var ekkert mikið hlýlegri en ofnarnir hérna, þegar ég var að tala við hann og kannski líka það að ég gefst aldrei upp og svo kannski líka það, að ég er svakalega ákveðin (lesist: frek) þegar ég vil fá mitt fram....  En takið eftir því að ég er ekki að fullyrða neitt um neitt, ég setti þarna nokkur kannski !Wink En aðalatriðið er, að þegar ég loksins komst nú heim úr vinnunni í gærkvöldi, rennblaut í fæturna eftir að vaða snjóinn upp fyrir hné við öll húsin sem ég fór í, þá var nú verulega notalegt að koma heim í hlýtt hús með heitum ofnum.  Ég get aldrei hætt að undrast spéhræðslu fólks, held það hljóti að kallast það, þegar fólk klæðist bara því sem er í tísku í svona veðri og færð, en ekki eftir aðstæðum. Alls, alls ekki láta sjá sig í eðlilegum fötum, sem halda á manni hita og skóm sem passa fyrir færðina. Jakkaföt, bindi og blankskór telst alls ekki hentugur klæðnaður og ekki heldur hælahá leðurstígvél, stuttur jakki og flegin bolur innundir. Ég sé alltaf töluvert af fólki svona klæddu í norðan stórhríðinni hérna... Ekki tapa "coolinu" gott fólk Cool Mér er alveg sama þó fólk sjái mig í hlýju úlpunni minni og rúskinnsstígvélunum, í þykkri peysu og með stóra trefilinn minn, en það verður nú líka að segjast eins og er að ég hef aldrei átt gott með að tolla í tískunni..... Hef lítið nennt að standa í því síðan ég var unglingurWink Verkefni þessa fína laugardags er að fara og ná í brotvél og brjóta rás í gólfið frá hitakompunni og hingað inn í íbúðina. Þar ofaní fer rör, sem tekur við affallsvatninu frá ofnunum og kemur því í svelg hérna inni. Gengur ekki að hafa grænu garðslönguna lengi svona yfir gólfið og inn á litla baðið frammi. Ég kem að vísu ekki til með að annast það verk sjálf, spúsi sér um það og ég stunda þrælahald, skilst mérGrin Gangið glöð inn í daginn og látið ykkur líða vel þangað til ég skrifa næst... á kafi í steinrykiSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég styð þrælahald

Erna Evudóttir, 2.2.2008 kl. 08:24

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég líka

Jónína Dúadóttir, 2.2.2008 kl. 08:48

3 Smámynd: Júdas

Er það ekki rétt hjá mér að Akureyri sé hluti af Grænlandi?  Mig minnir það.

Júdas, 2.2.2008 kl. 09:22

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú þarna malbiksdóninn þinn...... Æi jú það er víst alveg rétt hjá þér væni, allavega þessa dagana

Jónína Dúadóttir, 2.2.2008 kl. 09:32

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mitt atkvæði með þrælahaldi,helst að hafa þá af hvítari sortinni.Akureyri,Grænland,jú það er held ég bara málið

Birna Dúadóttir, 2.2.2008 kl. 09:52

6 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Til hamingju með "velgjuna". Hér sunnanheiða er svo kalt þessa dagana að ég hef iðulega farið í yfirhöfn þegar ég er að erindast. Annars líða oft heilu árin þar sem stuttermabolur er kappnógur fatnaður(allalvega svona á efri partinn) En nú eru -15 °C hér í YearCity eða SealWaterfall...

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 2.2.2008 kl. 13:11

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með hitann. Það er sko allt annað lif að vera með hitaveitu þú ert nú eftir að finna það.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.2.2008 kl. 17:01

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk fyrir það elskurnar

Jónína Dúadóttir, 2.2.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband