Brotið og bramlað....

Æi, hvaðan kemur allur þessi snjór eiginlega ? Er nú ekki kominn tími til að fara að skrúfa fyrir ?Wink Að vísu hef ég ekkert verið að dunda mér með málband úti í sköflunum, hef átt nóg með að reyna að komast upp úr þeim, en ef smiðsaugað svíkur mig ekki, þá er kominn meira en metri af jafnföllnum snjó og það bara á 3-4 dögum. Og ég sem er að vinna kvöldvinnuna akkúrat þessa dagana og kemst alls ekki upp með að vera bara inni, eins og mig langar mest til að gera.... Blush Það er að vísu fínasta líkamsrækt að klofa svona skaflana í 3-4 klukkutíma á hverju kvöldi, en á það verður að líta að ég var ekkert á leiðinni í líkamsrækt, en ef svo væri mundi ég gjarnan vilja sjálf fá að ákveða aðferðina. Og það yrðu sko alveg örugglega engar vetraríþróttir sem ég mundi stunda ! GetLost En nóg af væli, ég lofaði að næst þegar ég bloggaði yrði ég á kafi í steinryki og stend við það. Spúsi er búinn  að brjóta upp helminginn af rásinni í gólfið og afganginn klárar hann í dag. Áður en við  lögðum í það stórvirki að búa okkur sjálf til íbúð hérna niðri í Fjallakofanum, þá var ég nú á þeirri skoðun að skítur væri bara skítur, en þá var ég sko ekkert búin að kynnast steinryki......Pinch En það er hiti á öllum ofnum, sem hefur komið sér sérlega vel undanfarna tvo daga í 10-12 stiga frostiTounge   Gangið glöð inn í daginn og verið góð við sjálf ykkur og (flest)alla hina líkaSmile   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Hérna er ca 5 cm jafnfallinn snjór, allir voða jolly yfir því, þessi umræddi snjór kom í gær og fer sjálfsagt aftur í dag

Erna Evudóttir, 3.2.2008 kl. 09:04

2 Smámynd: Júdas

Góðan dag vinkona.  Í  Guðs bænum passaðu þig bara á ísbjörnunum sem mér skilst að séu þarna á norðurhjara.   Það yrði auðvitað líkamsrækt að hlaupa undan þeim en.........samt.   .

Ætli það sé hægt að fara í mál við ættingja Helga Magra og Þórunnar Hyrnu sem mér skilst að hafi ákveðið að þarna skyldi vera búandi.

Júdas, 3.2.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú hef ég greinilega ekki fylgst með.. hvar ertu kona svo þú þurftir að klofa skafla í margar klukkustundir á dag?

Jóna Á. Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 11:46

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hún er á norðurhjara,undir fjallinu mikla,á mörkum hins byggilega heims.Býr fyrir ofan snjóflóðavarnir

Birna Dúadóttir, 3.2.2008 kl. 12:48

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skutlarðu ekki bollum í tengdadóttur hans Björns heitins

Birna Dúadóttir, 3.2.2008 kl. 12:54

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er nú meiri snjórinn hérna hjá okkur, mætti alveg stytta upp í bráð. En það er fallegt úti og kannski upplagt að taka nokkrar myndir til að hafa á jólakort. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.2.2008 kl. 13:19

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Akureyri snjórassg... nei snjóparadís norðursins ! Jú þetta er fallegt fyrir innan gluggana, en að vinna á kvöldin við að heimsækja fólk, sem hefur ekki burði til að moka frá húsunum sínum, það er vissulega líkamsrækt í lagi

Jónína Dúadóttir, 3.2.2008 kl. 15:17

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég öfunda þig... og ég er ekki að grínast. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2008 kl. 15:43

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn ég hef samúð með þér í öllu snjóleysinu og öfunda þig, þetta er orðið ágætt 

Ég er solltið farin að hafa áhyggjur af ísbjörnunum

Jónína Dúadóttir, 3.2.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband