... af steinryki, rjómabollum og snjó....
Verst með bollurnar ! Mér datt í hug áðan að ef það væri til eins mikið af góðmennsku í heiminum og snjó, þá væri töluvert annar bragur á mannlífinu og þá öllum fréttum líka, á öllum miðlum..... Það væri ljúft ! Það er virkilega til fólk sem elskar snjóinn og saknar þess að hafa hann ekki !! Komið þið þá bara, til dæmis til Akureyrar, við eigum nóg handa öllum. Ég hringdi í yfirmann moksturssveitarinnar hjá bænum í hádeginu á föstudaginn og bað um mokstur á heimreiðina hérna. Það eru líklega um það bil 14 manns sem búa í þessum 2 húsum og nota þessa heimreið og hún er nokkurnvegin ófær fyrir fólksbíla. Við gerðum samning, þessi ágæti maður og ég á árum áður, ég á að hringja þegar mér finnst þurfa að moka og nú finnst mér þurfa að moka og þeir hafa alltaf komið eins og skot. En ekki núna, það er mánudagsmorgun og enginn mættur til að moka, þannig að ég hringi á eftir, á mínútunni átta og endurtek beiðnina, mjög svo kurteislega
Annars er ég alltaf kurteis og ég meina það í alvöru, það nefnilega kostar ekkert að vera kurteis, en á móti kemur að maður getur grætt helling á því. Bara að passa sig að fólk fái ekki þá fáránlegu hugmynd að kurteisi sé það sama og vesaldómur. Og segja til dæmis frekar : "Þér eruð fífl, herra minn" í staðinn fyrir "Þú ert fífl, mannandskoti". Smá kennslustund í kurteislegum dónaskap eða dónalegri kurteisi, ég er ekki alveg búin að ákveða hvað námskeiðið á að heita
Gangið kát og hress inn í mánudaginn, ég ætla að gera það líka... kurteislega




Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega satt hjá yður,það er hægt að komast ansi langt,bara með því að þéra fólk
Birna Dúadóttir, 4.2.2008 kl. 07:48
Enda er Jónína vel upp alin og kemur frá góðu heimili og er þar fyrir utan af góðum ættum
Erna Evudóttir, 4.2.2008 kl. 07:51
Hallgerður: Mín var ánægjan
Birna: Þakka yður fyrir
Jónína Dúadóttir, 4.2.2008 kl. 07:53
Erna : Fallegt af yður að segja það, sérstaklega af því að við erum systur og komnar frá sama heimilinu, uppeldinu og fínu ættunum
Jónína Dúadóttir, 4.2.2008 kl. 07:55
Það sem er kannski verra við að nota þéringuna við dissið, er að það er ekkert víst að viðkomandi átti sig á þessu, eða skilji þéringuna.
En, annars, já, ég hef átt þetta einstaka sinnum til, og.... já, það hefur yfirleitt skilað mun betri árangri, að þéra viðkomandi kurteisislega um leið og maður bendir honum á hversu mikið "$#&"%&#/ fífl viðkomandi er.
Einar Indriðason, 4.2.2008 kl. 08:45
Takk fyrir kennsluna...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.2.2008 kl. 09:08
Einar: Jú, en það er líka voða gaman þegar það skilst ekki.....
Gunnar: Hvenær sem er....
Jónína Dúadóttir, 4.2.2008 kl. 09:31
Talandi um asna.... Kunningi minn var að að hneykslast á heimsku embættismanns ( í Slow town b.t.w) og klykkti út með því að segja við hann: "Af hverju í ósköpunum hættir þú ekki að villa á þér heimildir og lætur lengja á þér eyrun" - Hef stundum fengið þetta gullkorn að láni þegar allt annað þrýtur
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 4.2.2008 kl. 15:16
Steini, þetta er náttulega bara klassi !!!!!
Jónína Dúadóttir, 4.2.2008 kl. 15:23
Þú ert bara vinaleg og ekkert annað.
Júdas, 5.2.2008 kl. 21:58
Hm... takk fyrir það Júdas.... held ég
Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.